Umhverfis- og mannvirkjaráð

102. fundur 11. júní 2021 kl. 08:15 - 10:20 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.

1.Bonn-áskorunin - beiðni til sveitarfélaga um að taka þátt

Málsnúmer 2021060789Vakta málsnúmer

Lagt fram dagsett 10. maí 2021 frá Skógræktinni og Landgræðslunni varðandi þátttöku Akureyrarbæjar í Bonn-áskoruninni en hún er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum og er skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

2.Snjómokstur og hálkuvarnir - samningar

Málsnúmer 2019010353Vakta málsnúmer

Þann 30. apríl 2021 bókaði umhverfis- og mannvirkjaráð eftirfarandi:

"Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að nýta heimild í kafla 1.6 í útboðsgögnum um að segja upp samningum við alla verktaka í útboðinu Snjómokstur og hálkuvarnir 2019-2022. Tekur uppsögnin gildi 1. október 2021. Hefja skal samtal við verktaka um breytt verklag og hugmyndir þeirra um hvað má betur fara við framkvæmd snjómoksturs með hag íbúa Akureyrarbæjar að leiðarljósi."

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að afturkalla uppsögn á samningum um snjómokstur og hálkuvarnir með vísan til 91. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og að aðeins ár er eftir af samningstíma.

3.Skarðshlíð - umferðaröryggi 1. áfangi

Málsnúmer 2021060780Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 3. júní 2021 varðandi opnun tilboða á umferðaröryggisframkvæmdum við 1. áfanga á Skarðshlíðarhringnum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Nesbræður ehf.

4.Sala fasteigna 2021

Málsnúmer 2021060671Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að sölu fasteigna í eigu Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til sölu á Vestursíðu 36 íbúð 102 og að leita eftir áliti hverfisráðs Grímseyjar um nýtingu tiltekinna eigna í Grímsey.

5.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2019040271Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á fundi 18. mars 2021 að vísa lið 1 í fundargerð samráðshós um málefni fatlaðs fólks dagsettri 9. mars 2021 til skipulagsráðs og umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Umræða um aðgengismál á Akureyri, staðan í dag og verkefni til framtíðar. Leifur Þorsteinsson skipulagssviði og Jón Heiðar Jónsson sátu fundinn undir þessum lið. Samráðshópurinn þakkar gestunum fyrir fróðleg innlegg í umræðuna og óskar að fært sé til bókar eftirfarandi ályktun: Gildandi reglugerð um aðgengi fatlaðs fólks á að tryggja að allt nýtt húsnæði sé hannað með gott aðgengi í huga. Einnig þarf að huga vel að aðgengi við hönnun svæða utandyra. Nauðsynlegt er að skipulagsyfirvöld séu vakandi fyrir því að endurbætur á gömlu húsnæði mæti sömu reglugerðum og þörfum fatlaðra eins og kostur er. Mikilvægt er að aðgengi að mannvirkjum Akureyrarbæjar sé gott allt árið um kring þannig að snjór hamli ekki för, einnig er farið fram á að sérinngangar fyrir fatlað fólk séu ekki notaðir sem geymslur. Bent er á að bílastæði í bænum þurfa að uppfylla skilyrði um rými þannig að nóg pláss sé til að komast í og úr bílnum án þess að vera í hættu. Hópurinn skorar á bæjaryfirvöld að gera úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu á þessu ári með áherslu á miðbæinn auk íþróttamannvirkja, menningarstofnana og bílastæða.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna málið áfram í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

6.Sjálfsbjörg - ályktun frá stjórnarfundi 19. maí 2021

Málsnúmer 2021050984Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun frá Sjálfsbjörgu félagi fatlaðra á Akureyri og nágrenni varðandi aðgengi fyrir hjólastóla og nauðsyn viðhalds til þess að koma í veg fyrir slys.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir ábendinguna og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að gera viðeigandi úrbætur.

Fundi slitið - kl. 10:20.