Umhverfis- og mannvirkjaráð

70. fundur 13. desember 2019 kl. 08:15 - 10:30 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Sigurjón Jóhannsson D-lista boðaði forföll fyrir sig og varamann sinn.

1.Svifryks- og hálkuvarnir

Málsnúmer 2016050038Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að aðgerðaáætlun í málefnum loftgæða, snjómoksturs og hálkuvarna hjá Akureyrarbæ.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna Akureyrarbæjar, viðbragðsaðila, verktaka og annarra fyrir frábær störf í því erfiða ástandi sem skapaðist í sveitarfélaginu í því óveðri sem gekk yfir landið nú í vikunni.

2.Ferilvöktun í snjómokstri

Málsnúmer 2019010353Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað dagsett 11. desember 2019 varðandi ferilvöktun í snjómoksturstækjum.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

3.Ferlibíll - verðkönnun

Málsnúmer 2019120133Vakta málsnúmer

Opnunarblað frá opnun verðtilboða dagsett 9. desember 2019 varðandi verðkönnun á ferlibíl tekið fyrir.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði að útboðsgögnum uppfylltum. Ráðið felur umhverfis- og mannvirkjasviði að yfirfara útboðsgögn og ganga til samninga að því loknu.

4.Rekstur ferliþjónustu

Málsnúmer 2019120134Vakta málsnúmer

Rekstur ferliþjónustu kynntur.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

5.Grímsey og Hrísey - ráðstöfun fjármuna

Málsnúmer 2019060634Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á þeim verkefnum sem ákveðin voru.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

6.Hafnarstræti 30 íb 0202 - kaup á íbúð

Málsnúmer 2019120127Vakta málsnúmer

Kauptilboð dagsett 9. desember 2019 tekið fyrir.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti kaup á íbúðinni.

7.Brú - Eyjafjarðará vesturkvísl

Málsnúmer 2019110327Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 10. desember 2019 varðandi opnun tilboða í smíði brúar yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár rétt sunnan við Akureyrarflugvöll.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka lægsta tilboði að útboðsgögnum uppfylltum.

8.Keilusíða 1-3-5 - fjölgun íbúða

Málsnúmer 2018110228Vakta málsnúmer

Skilamat dagsett 10. desember 2019 vegna framkvæmda við Keilusíðu 3 og 5 kynnt.

9.Árholt - endurbætur og breytingar

Málsnúmer 2019080197Vakta málsnúmer

Skilamat dagsett 9. desember 2019 vegna framkvæmda við ungbarnaleikskólann Árholt.

10.Tónlistarskólinn á Akureyri - beiðni um úrbætur vegna loftgæða

Málsnúmer 2019090282Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 4. desember 2019 með uppfærðum kostnaði á rakabætingum fyrir loftræstingar í Menningarhúsinu Hofi.

11.Spítalavegur 11 Tónatröð - breytingar á húsnæði

Málsnúmer 2019100402Vakta málsnúmer

Minnisblað dagsett 10. desember 2019 varðandi endurbætur og viðhald innandyra.

12.Ráðhús - breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2019010044Vakta málsnúmer

Staða verkefnisins kynnt.

13.Verkfundargerðir 2019

Málsnúmer 2019010182Vakta málsnúmer

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram á fundinum:

Glerárskóli leikskóli: 22. hönnunarfundur dagsettur 30. október 2019.

Sorpmál Akureyrarbæjar - framtíðarsýn: 11., 12., 13. og 14. verkfundur dagsettir 2., 23. og 30. október og 7. nóvember 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar nefndarmönnum, starfsmönnum og íbúum sveitarfélagsins gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Fundi slitið - kl. 10:30.