Velferðarráð

1285. fundur 26. september 2018 kl. 14:00 - 17:35 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 - velferðarsvið

Málsnúmer 2018060382Vakta málsnúmer

Umræða um drög að fjárhagsáætlun fyrir búsetusvið, fjölskyldusvið og Öldrunarheimili Akureyrar 2019. Áður tekið fyrir 22. ágúst og 19. september 2018.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Umræðu vísað áfram til næsta fundar.

2.Starfsáætlanir velferðarráðs 2019

Málsnúmer 2018080271Vakta málsnúmer

Umræða um drög að starfsáætlunum búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar fyrir árið 2019.

Áður tekið fyrir 22. ágúst og 19. september 2018.
Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs falið að uppfæra starfsáætlun í samræmi við tillögu að fjárhagsáætlun.

Umræðu vísað áfram til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:35.