Umhverfis- og mannvirkjaráð

55. fundur 08. maí 2019 kl. 08:15 - 10:15 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Unnar Jónsson S-lista boðaði forföll fyrir sig og varamann.
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.

1.Umhverfismál, Akureyri í fararbroddi

Málsnúmer 2019030415Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum 4. apríl vísað 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar unga fólksins dagsettri 26. mars 2019 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Akureyri er mjög framarlega meðal sveitarfélaga hvað varðar umhverfismál, við höfum góða og metnaðarfulla umhverfisstefnu. Ungmennaráð vill ganga úr skugga um að verið sé að fylgja stefnunni til fulls. Ef við ætlum að ná að verða kolefnishlutlaust samfélag verðum við að gera róttækar breytingar. Það þarf að auka fræðslu um umhverfismál í skólum, fyrirtækjum og fyrir íbúa. Draga þarf verulega úr notkun einkabílsins.

Tillögur:

Bæjarstjórn samþykki að koma upp hjólaleigum víðsvegar um bæinn. Fræðsla um umhverfismál verði aukin; í skólum, fyrir fyrirtæki og alla íbúa. Hugað verði að kolefnisfótspori matvæla og vöru sem sveitarfélagið kaupir. Hvernig gengur t.d. að gera Akureyrarbæ að plastpokalausu og kolefnishlutlausu sveitarfélagi?
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendingarnar og verður tekið tillit til þeirra við endurskoðun á Umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar.

2.Bættar samgöngur og skilvirkara leiðakerfi strætisvagna

Málsnúmer 2019030403Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum 4. apríl vísað 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar unga fólksins dagsettri 26. mars 2019 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:

Akureyri er heilsueflandi samfélag og finnst ungmennaráði sjálfsagt að sem auðveldast ætti að vera að komast á milli staða á hvaða tíma árs sem er. Ungmennaráð fagnar breyttum áherslum í snjómokstri þar sem lögð er áhersla á mokstur göngustíga til og frá skóla og við stofnbrautir. Það er frábært að það sé frítt í strætó og vill ungmennaráð halda því áfram hins vegar eru við með nokkrar athugasemdir varðandi leiðarkerfið. Svo virðist vera sem stoppistöðvar séu ekki alltaf virtar og vagnar sem eru á undan áætlun bíði ekki eftir farþegum. Í dag er aðeins ein leið sem gengur eftir klukkan 18 á daginn, ekki er hægt að taka strætó úr innbænum í framhaldsskólana og um helgar er aðeins ein leið sem gengur aðeins á milli kl. 12-19.

Tillögur:

Leiðakerfi strætó verði notendavænna.

Leiðum eftir klukkan 18 á daginn verði fjölgað.

Bætt verði við leið úr innbænum í framhaldsskólana.

Þjónusta um helgar verði aukin.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendingarnar. Til stendur að endurskoða leiðarkerfið og verður tekið tillit til þessara ábendinga í þeirri vinnu.

3.Græni trefillinn 2019 - 2025

Málsnúmer 2019050030Vakta málsnúmer

Johan Wilhelm Holst skógfræðingur og skógræktarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði kynnti skógræktarskipulag sem hann hefur unnið vegna Græna trefilsins. Þar koma fram tillögur hans að svæðaskiptingu, trjátegundum á hvert svæði, stígagerð og áætluðum kostnaði.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

4.Glerárskóli - endurbætur B álma

Málsnúmer 2019020224Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður verkgreinaútboða:Húsasmíði, þar bárust tvö tilboð:

Lækjarsel ehf. kr. 47.769.586 eða 92% af kostnaðaráætlun.

HHS verktakar ehf. kr. 55.051.500 eða 106% af kostnaðaráætlun.Pípulagnir, þar barst eitt tilboð:

Bútur ehf. kr. 10.902.682 eða 82% af kostnaðaráætlun.Raflagnir, þar bárust tvö tilboð:

Rafmenn ehf. kr. 41.547.460 eða 85% af kostnaðaráætlun.

Rafeyri ehf. kr. 51.563.887 eða 106% af kostnaðaráætlun.Þak og skyggni, þar bárust þrjú tilboð:

B. Hreiðarsson ehf. kr. 42.965.400 eða 78% af kostnaðaráætlun.

HHS verktakar ehf. kr. 45.170.930 eða 82% af kostnaðaráætlun.

Lækjarsel ehf. kr. 48.793.394 eða 89% af kostnaðaráætlun.Loftræsting B-álma, þar barst eitt gilt tilboð:

Blikkrás ehf. kr. 22.497.050 eða 90% af kostnaðaráætlun.Loftræsting íþróttahús, þar barst eitt gilt tilboð:

Blikkrás ehf. kr. 7.628.000.Málun, engin tilboð bárust.
Umhverfis- og mannvirkjasvið samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda í öllum flokkum að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum.

5.Íþróttahús Lundarskóla - viðhald á búningsklefum

Málsnúmer 2019010361Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 2. maí 2019 varðandi breytta kostnaðaráætlun og niðurstöðu útboðs á framkvæmdum við búningsklefa í Íþróttahúsi Lundarskóla. Vegna aukins kostnaðar við almenningssalerni, salerni fyrir fatlaða, ný salerni fyrir konur og loftaefnis/loftræstistokka á gangi hefur kostnaðaráætlun hækkað um 15 milljónir króna.

Tvö tilboð bárust:

HHS verktakar ehf. 111% af frumkostnaðaráætlun.

Verkvit húsasmiðir ehf. 116% af frumkostnaðaráætlun.

Kristján Snorrason byggingastjóri viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að tekið verði tilboði lægstbjóðanda að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að bæjarráð veiti viðauka upp á 15 milljónir króna til þess að mæta auknum áætluðum kostnaði við framkvæmdina.

6.Göngu- og hjólastígur milli Lónsbakkahverfis og Akureyrar

Málsnúmer 2018110144Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá Hörgársveit um þátttöku Akureyrarbæjar í lagningu göngu- og hjólastígs að bæjarmörkum til norðurs á móts við Hörgársveit að upphæð kr. 3 milljónir, samhliða lagningu hitaveitulagna Norðurorku.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir erindið og rúmast það innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

7.Oddeyrarskóli - þak

Málsnúmer 2019040158Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 2. maí 2019 vegna viðhaldsþarfar á þaki á 3 álmum við Oddeyrarskóla. Þar kemur fram að það er talið mjög brýnt að endurnýja þakið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir að bæjarráð veiti viðauka til þess að fara í verkið og bjóða það út.

8.Bílaklúbbur Akureyrar - drenun svæðis

Málsnúmer 2018010434Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá meirihluta stjórnar um 10 milljón kr. viðauka á árinu 2019 til að gera varanlega lögn fyrir ofanvatn úr Hlíðarfjalli, austast á svæði Bílaklúbbsins, samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum á árinu enda sparist á móti 16 milljónir króna sem fyrirhugað var að leggja í breytingu á sömu lögn eftir 1 til 2 ár.

Komið hefur í ljós við framkvæmdir nú í vor að svæðið er þurrara og stöðugra en talið var og því ekki þörf á að bíða eftir að landið hætti að síga. Þess vegna má koma í veg fyrir áðurnefndan tvíverknað.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðnina og óskar eftir að bæjarráð veiti viðauka að upphæð 10 milljónir króna.

9.Málning gatna 2019

Málsnúmer 2019050034Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 24. apríl 2019 varðandi verðkönnun á yfirborðsmerkingum gatna fyrir árið 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Vegamálunar ehf.

Fundi slitið - kl. 10:15.