Frístundaráð

26. fundur 01. mars 2018 kl. 12:00 - 14:00 Lundarskóli
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson Deildarstjóri íþróttamála
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá dagskrárliðinn Fimleikafélag Akureyar - rekstur og starfsemi sem yrði 2. liður á dagskrá. Var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

1.Knattspyrnufélag Akureyrar - félagssvæði KA

Málsnúmer 2018020510Vakta málsnúmer

Skoðunarferð um félagssvæði KA og kynning á framtíðarhugmyndum félagsins á svæðinu. Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri og Ingvar Gíslason varaformaður KA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar forráðamönnum KA fyrir greinargóða kynningu.

2.Fimleikafélag Akureyrar - rekstur og starfsemi

Málsnúmer 2017070048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dagsett 9. febrúar 2018 frá formanni ÍBA fyrir hönd Fimleikafélags Akureyrar varðandi samstarf um rekstur Íþróttamiðstöðvar Giljaskóla.
Deildarstjóra íþróttamála og formanni falið að vinna að lausn í samstarfi við bréfritara.

3.Íþróttir og hreyfing í vetrarfríi

Málsnúmer 2017020087Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar hvernig tókst til að bjóða grunnskólanemendum á Akureyri í sund og á skíði í vetrarfríi nemenda í febrúar 2018.

4.Sundlaug Akureyrar - starfsemi og rekstur

Málsnúmer 2015060018Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að sumaropnun í Sundlaug Akureyrar á laugardögum í sumar verði til kl. 21:00.
Frístundaráð fagnar erindinu og samþykkir.

5.Íþróttafélagið Akur - styrkbeiðni vegna bogfimideildar

Málsnúmer 2018020508Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. febrúar 2018 frá formanni ÍBA fyrir hönd Íþróttafélagsins Akurs varðandi styrkbeiðni vegna leigugreiðslna fyrir bogfimiaðstöðu félagsins.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ráðsins árið 2018.

6.Skíðafélag Akureyrar - Andrés Andarleikarnir

Málsnúmer 2018010433Vakta málsnúmer

Lagt fram til upplýsinga og kynningar samningsdrög við Skíðafélag Akureyrar varðandi Andrésar Andarleikana í Hlíðarfjalli.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 14:00.