Listasafnið á Akureyri - útboð á rekstri kaffihúss

Málsnúmer 2018010273

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 245. fundur - 30.01.2018

Skipa þarf dómnefnd sem fer yfir innsend gögn vegna útboðs á reksti kaffihúss í Listasafninu. Óskað er eftir að Stjórn Akureyrarstofu skipi einn fulltrúa.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna Hildi Friðriksdóttur í dómnefndina. Einnig mun Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningar- og viðburðamála sitja í nefndinni fyrir hönd Akureyrarstofu.

Stjórn Akureyrarstofu - 278. fundur - 16.05.2019

Erindi dagsett 14. maí 2019 þar sem safnstjóri Listasafnsins, Hlynur Hallsson, óskar eftir því að stjórn Akureyrarstofu tilnefni einn fulltrúa í dómnefnd vegna útboðs á rekstri kaffihúss í Listasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna Hildu Jönu Gísladóttur sem fulltrúa í dómnefnd.

Stjórn Akureyrarstofu - 281. fundur - 20.06.2019

Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála er lýtur að rekstri kaffihúss í Listasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hlyni fyrir framlagðar upplýsingar og leggur áherslu á að fundinn verði nýr rekstraraðili að kaffihúsi í Listasafninu.

Stjórn Akureyrarstofu - 290. fundur - 05.12.2019

Samningur um rekstur kaffihúss í Listasafninu lagður fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn.

Stjórn Akureyrarstofu - 304. fundur - 17.09.2020

Tekið fyrir erindi dagsett 7. september 2020 frá Auði B. Ólafsdóttur eiganda Kaffi & listar vegna samnings um rekstur kaffihúss í Listasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að heimila tímabundnar breytingar á samkomulaginu um rekstur kaffihússins og felur sviðsstjóra í samvinnu við bæjarlögmann að gera tillögu að breytingum.

Stjórn Akureyrarstofu - 305. fundur - 01.10.2020

Lagður fram til samþykktar viðauki við húsaleigusamning Kaffi & listar vegna reksturs kaffihúss í Listasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir viðaukann.