Stjórn Akureyrarstofu

278. fundur 16. maí 2019 kl. 14:00 - 17:15 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá
Anna Fanney Stefánsdóttir L-lista mætti í forföllum Önnu Hildar Guðmundsdóttur.

Í upphafi fundar leitað formaður afbrigða við útsenda dagskrá og óskaði eftir að taka inn á dagskrá tvö mál.
Málsnr.: 2019050373. Hafnarstræti 82 - salernisaðstaða fyrir ferðamenn - styrkbeiðni og
Málsnr.: 2018010273. Listasafnið á Akureyri útboð á rekstri kaffihúss.
Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

1.Menningarfélag Akureyrar - rekstur 2018 - 2019

Málsnúmer 2019020044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 8 mánaða rekstraryfirlit MAk.

Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu hvetur stjórn MAk og framkvæmdastjóra til að huga vel að rekstri MAk og gæta varfærni.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2020

Málsnúmer 2019050308Vakta málsnúmer

Til umræðu starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu fyrir árið 2020. Tímalína fjárhagsáætlunar lögð fram til kynningar.

3.Könnun meðal farþega skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2018060119Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála (RMF) frá könnun á meðal farþega skemmtiferðaskipta sem framkvæmd var sumarið 2018.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir að Þórný Barðadóttir sérfræðingur RMF komi á næsta fund til að kynna niðurstöðurnar. Jafnframt er starfsmönnum falið að senda skýrsluna á forstöðumenn safna, til Markaðsstofu Norðurlands og hafnarstjórnar.

4.Gásakaupstaður ses - aðalfundur 2019

Málsnúmer 2019050350Vakta málsnúmer

Ársreikningur Gásakaupstaðar lagður fram til kynningar. Aðalfundurinn fór fram 14. maí sl.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála sat fundinn fyrir hönd Akureyrarbæjar.

5.Iðnaðarsafnið á Akureyri - skipun fulltrúa í stjórn

Málsnúmer 2010090020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. apríl 2019 frá Þorsteini E. Arnórssyni safnstjóra Iðnaðarsafnsins þar sem óskað er eftir því að stjórn Akureyrarstofu skipi fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Iðnaðarsafnsins.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Sóleyju Björk Stefánsdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar.

6.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2019

Málsnúmer 2019020025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2019.

7.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.

8.Hafnarstræti 82 - salernisaðstaða fyrir ferðamenn - styrkbeiðni

Málsnúmer 2019050373Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. apríl 2019 frá Gunnari Magnússyni þar sem hann óskar eftir styrk á móti kostnaði við rekstur á salerni í Hafnarstræti 82 sem opið yrði almenningi daglega frá kl. 08:00-22:00. Hann hefur jafnframt í hyggju að sinna upplýsingaþjónustu samhliða.
Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.

9.Listasafnið á Akureyri útboð á rekstri kaffihúss

Málsnúmer 2018010273Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2019 þar sem safnstjóri Listasafnsins, Hlynur Hallsson, óskar eftir því að stjórn Akureyrarstofu tilnefni einn fulltrúa í dómnefnd vegna útboðs á rekstri kaffihúss í Listasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna Hildu Jönu Gísladóttur sem fulltrúa í dómnefnd.

10.Boð um heimsókn til Kaktus, menningarfélags

Málsnúmer 2019040490Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu er með boð um heimsókn til menningarfélagsins Kaktus. Fundurinn endaði á heimsókn til félagsins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar gott boð og fyrir góðar móttökur.

Fundi slitið - kl. 17:15.