Skipulagsráð

304. fundur 14. nóvember 2018 kl. 08:00 - 10:40 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.

1.Gatnagerðargjöld - endurskoðun

Málsnúmer 2017120021Vakta málsnúmer

Bæjarráð, á fundi 7. desember 2017, vísaði endurskoðun á afslætti af gatnagerðargjöldum vegna jarðvegsdýptar til skipulagsráðs. Skipulagsráð fól formanni ráðsins og sviðsstjóra skipulagssviðs að leggja fram tillögur um breytingar á gjaldskránni í samræmi við umræður á fundinum. Er hér lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 9. nóvember 2018 þar sem fram kemur tillaga að breytingu á ákvæði um afslátt vegna jarðvegsdýptar auk umfjöllunar um gatnagerðargjöld í samanburði við raunkostnað í Hagahverfi og í samanburði við önnur sveitarfélög.
Afgreiðslu frestað.

2.Hagahverfi, þjónustukjarni - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018050096Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 20. júní sl. var samþykkt að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að gera breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis, í samráði við búsetusvið, til að koma fyrir 6 íbúða fjölbýli (búsetukjarna) á lóðinni Steindórshagi 4. Eftir nánari skoðun er talið að lóðin henti ekki nægjanlega vel fyrir húsið vegna landhalla. Liggur nú fyrir erindi umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 9. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir að í staðinn verði gert ráð fyrir húsinu þar sem nú eru lóðirnar Nonnahagi 21 og 23.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjenda að láta útbúa breytingu á deiliskipulagi Hagahverfis í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem Akureyrarbær er eini hagsmunaaðilinn.

3.Rangárvellir 4 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2018010252Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Verkís að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis á Rangárvöllum sem nær til lóða 3, 4 og 6. Í breytingunni felst að á lóð 3 er afmarkaður byggingarreitur til að hægt verði að stækka núverandi hús til norðurs. Lóð 4 stækkar til norðurs og það sama á við um byggingarreit lóðarinnar. Á lóð 6 fellur byggingarreitur niður. Þá eru settir ítarlegri og skýrari skilmálar um starfsemi á lóðunum auk þess sem gert er ráð fyrir færslu lagna og gerð skjólbelta.
Afgreiðslu frestað.

4.Bjarkarstígur 4 - umsókn um leyfi fyrir endurbótum og breytingum

Málsnúmer 2018010338Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. október 2018 þar sem Ingólfur F. Guðmundsson hjá Kollgátu ehf., fyrir hönd Sigurðar Sveins Sigurðarsonar sækir um leyfi fyrir breytingum og endurbyggingu á þakbyggingu húss nr. 4 við Bjarkarstíg. Meðfylgjandi er tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér að heimilt verði að byggja nýja þakbyggingu í stað þeirrar sem fyrir er. Ný bygging verði allt að 50 cm hærri og allt að 15,4 fm stærri. Um er að ræða endurskoðun á áður innsendri tillögu en skipulagsráð hafnaði á fundi 18. maí sl. tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að lokinni grenndarkynningu. Í þeirri breytingu var gert ráð fyrir að þakbyggingin myndi stækka um 32 fm auk þess sem gert var ráð fyrir bílskýli á lóðinni.
Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. laganna og senda til umsagnar höfundar húsakönnunar svæðisins.

5.Glerárvirkjun II - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg

Málsnúmer 2018110005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. október 2018 þar sem Bergur Steingrímsson hjá Eflu fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg milli stöðvarhúss og stíflu Glerárvirkjunar II. Meðfylgjandi eru uppdrættir og fleira.
Eins og fram kemur í meðfylgjandi greinargerð er framkvæmdin ekki að öllu leyti í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og í ljósi þessa er ekki hægt að samþykkja fyrirliggjandi beiðni um framkvæmdaleyfi. Forsenda leyfisveitingar í samræmi við erindið er að gerð verði breyting á skipulagi á hluta svæðisins.

6.Tengir - framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara 2018

Málsnúmer 2018040037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. október 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á svæðinu frá Lögmannshlíðarkirkju að Granaskjóli. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða legu ljósleiðarans.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu ljósleiðara. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt með eftirfarandi skilyrði:


Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

7.Hólasandslína 3 - beiðni um umhverfismat

Málsnúmer 2017080126Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 5. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Hólasandslínu 3. Meðfylgjandi er frummatsskýrslan ásamt teikningum og viðaukum. Er óskað eftir að umsögn berist Skipulagsstofnun fyrir 30. nóvember n.k.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar skipulagsráðs.

8.Klettaborg 43 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2018110006Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. október 2018 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um lóð nr. 43 við Klettaborg.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Fylgiskjöl:

9.Þingvallastræti - gangbraut við sundlaugina

Málsnúmer 2018100366Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 31. október sl. var tekið fyrir erindi frá Brekkuskóla varðandi gangbraut yfir Þingvallastræti við Sundlaug Akureyrar. Var málinu vísað til umsagnar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Eftir skoðun á málinu hefur verið ákveðið að fara í aðgerðir til að bæta sýnileika gangbrautarinnar m.a. með blikkljósum, skoða möguleikann á að gangbrautaverðir fái sérstök skilti auk þess sem gert er ráð fyrir að farið verði í átak í samráði við Akureyrarstofu þar sem vekja á athygli á umferðaröryggismálum.
Skipulagsráð samþykkir framkomnar hugmyndir.

10.Margrétarhagi 3 og 5 - breyting á húsnúmerum

Málsnúmer 2018110052Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2018 þar sem Guðrún Guðmundsdóttir, lóðarhafi Margrétarhaga 5A og 5B, leggur til að húsnúmerum verði breytt í Margrétarhaga. Breytingin verði á þann hátt að bókstafir verði felldir niður og hvert sérbýli hafi sitt númer. Hús nr. 3A og 3B verði 3 og 5 og 5A og 5B verði 7 og 9.
Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem ekki er búið að úthluta lóðum með hærri númerum og felur skipulagssviði að ganga frá breytingunni.

11.Strandgata 53 - umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu skúrs

Málsnúmer 2018110072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2018 þar sem Sigurður Norðfjörð Guðmundsson sækir um fyrir sína hönd og fyrir hönd Steingríms Norðfjörð Sigurðssonar, byggingarleyfi fyrir endurbyggingu og stækkun skúrs á lóð nr. 53 við Strandgötu. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Kristján Eldjárn.
Að mati skipulagsráðs gerir gildandi deiliskipulag svæðisins ekki ráð fyrir öðrum framkvæmdum á svæðinu en nauðsynlegum endurbótum og viðhaldi á núverandi húsum og mannvirkjum.

12.Viðburðir - götu- og torgsala - 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. september 2018 þar sem Pawel Jarzabek fyrir hönd Akureyrilovebiketours hjólaleigu óskar eftir langtímaleyfi til að hafa aðstöðu fyrir 14,9 m² söluvagn/-skúr. Ekkert skilgreint söluvagnastæði er laust eins og er og því óskar Pawel eftir að reynt verði að finna stað fyrir hann.

Skipulagsráð tók erindið fyrir 26. september sl. og taldi ekki fært að veita leyfi í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

Er óskað eftir endurskoðun ákvörðunar og sérstaklega bent á að ekki er eingöngu verið að óska eftir svæði í miðbænum.
Skipulagsráð telur ekki að forsendur séu fyrir endurskoðun fyrri ákvörðunar. Í gildi eru ákveðnar reglur um leyfi fyrir götu- og torgsölu og að mati ráðsins samræmist það ekki ákvæðum þeirra reglna að veita langtímaleyfi fyrir söluaðstöðu á öðrum stöðum en þar kemur fram.

Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra að setja í gang vinnu við endurskoðun reglnanna og tilnefnir Þórhall Jónsson D-lista og Helga Snæbjarnarson L-lista í vinnuhóp vegna endurskoðunarinnar.

13.Ráðhústorg 3, 3. og 4. hæð - breyta skráningu í gistiskála/atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 2018100415Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Centrum ehf., kt. 490212-0430, sækir um að 3. hæð og 4. hæð í húsi nr. 3 við Ráðhústorg verði skráð sem gistiskálar í stað skrifstofurýmis og íbúðar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Skipulagsráð samþykkti á fundi 18. maí sl. að heimila breytingu á 4. hæð úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði þar sem húsnæðið hafði verið nýtt til útleigu í nokkur undanfarin ár í samræmi við gilt rekstrarleyfi.


Varðandi breytingu á 3. hæð þá kemur fram í aðalskipulagi að almennt er ekki heimilt að breyta verslunar- og skrifstofurými í gistirými á þessu svæði.

Þrátt fyrir það samþykkir meirihluti skipulagsráð, í ljósi þess að búið er að breyta 2. og 4. hæð hússins í gistirými, umbeðna breytingu á nýtingu hæðarinnar.

Arnfríður Kjartansdóttir V-lista greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.

14.Gránufélagsgata 22 - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2018100441Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. október 2018 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs húss nr. 22 við Gránufélagsgötu. Meðfylgjandi er ástandsskýrsla og greinargerð umhverfis- og mannvirkjasviðs auk umsagnar doktors Bjarka Jóhannessonar arkitekts, dagsett 26. október 2018, um varðveislugildi hússins. Er umsögn Bjarka byggð á vinnu hans við endurskoðun húsaskráningar íbúðarsvæðisins á Oddeyri.
Í ljósi ástands mannvirkjanna og með vísun í umsögn doktors Bjarka Jóhannessonar um varðveislugildi tekur skipulagsráð jákvætt í að öll hús á lóðinni verði rifin. Bent er á að þar sem geymsluskúr frá 1915 er friðaður vegna aldurs þarf umsækjandi að leita samþykkis Minjastofnunar fyrir niðurrifi hans áður en erindið verður afgreitt.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 697. fundar, dagsett 1. nóvember 2018, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:40.