Bæjarráð

3579. fundur 07. desember 2017 kl. 08:15 - 12:08 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021

Málsnúmer 2017040095Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2018-2021 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að þar með hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 08:50.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista vék af fundi kl. 10:16.
Eiríkur Björn Björgvinsson mætti aftur til fundar kl. 10:22.

2.Snorri Óskarsson - bótakrafa

Málsnúmer 2015050121Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður fór yfir málið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Gunnar Gíslason D-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir að áfrýja málinu.

3.Gatnagerðargjöld - afslættir

Málsnúmer 2017120021Vakta málsnúmer

Rætt um reglur um afslátt vegna jarðvegsdýptar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar endurskoðun á afsætti vegna jarðvegsdýptar til skipulagsráðs.

4.Ný persónuverndarlög

Málsnúmer 2017080040Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti málið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Menntaskólinn á Tröllaskaga

Málsnúmer 2007100109Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 29. nóvember 2017 frá deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála Fjallabyggðar þar sem fram koma upplýsingar um kostnaðaruppgjör vegna viðbyggingar Menntaskólans á Tröllaskaga.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að greiða hlutdeild Akureyrarbæjar sem fram kemur í kostnaðaruppgjöri vegna viðbyggingar Menntaskólans á Tröllaskaga.

6.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 23. nóvember 2017:

Drög að nýjum samningi við Félag eldri borgara á Akureyri lagður fram.

Frístundaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundarmála sat fundinn undir þessum lið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn.

7.Hljóðvistarstyrkir - reglur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017110268Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráði dagsett 1. desember 2017:

Teknar fyrir að nýju reglur vegna styrkveitinga í glerskipti vegna hljóðvistar við götur.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir endurskoðaðar reglur með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði. Ráðið óskar jafnframt eftir því að fjármagn verði sett í verkefnið á árinu 2018.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 að veita 2 milljónum í verkefnið.

8.Hollvinafélag Húna II - beiðni um samstarfssamning

Málsnúmer 2017110436Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá fulltrúum Hollvinafélagsins Húna II þar sem óskað er eftir að gerður verði samstarfssamningur um verkefni bátsins fyrir Akureyrarbæ.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Hollvinafélagsins Húna II um gerð samstarfssamnings.

9.Hjallalundur 20-205 - kaup á íbúð

Málsnúmer 2017120038Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í Hjallalund 20, íbúð 205.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið.

10.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2017/2018

Málsnúmer 2017090075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 21. nóvember 2017 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutaðan byggðakvóta fiskveiðiársins 2017/2018, 158 þorskígildistonn vegna Hríseyjar og 103 þorskígildistonn vegna Grímseyjar. Í bréfinu kemur fram að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 20. desember 2017.
Bæjarráð leggur áherslu á að sértækum aðgerðum verði haldið áfram varðandi úthlutun byggðakvóta til Grímseyjar á grundvelli verkefnisins Brothættar byggðir.

11.Skátafélagið Klakkur - ábending um akstur utan vega við Fálkafell og beiðni um takmörkun á umferð

Málsnúmer 2017110366Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. nóvember 2017 frá Skátafélaginu Klakki þar sem beðið er um að bæjarstjórn Akureyrar beiti sér fyrir því að umferð um Glerárdalsöxl og Efstulág verði takmörkuð eða bönnuð. Erindinu fylgja ljósmyndir af hjólförum á svæðinu.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

12.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2017

Málsnúmer 2017010137Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 854. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 24. nóvember 2017. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

13.Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð

Málsnúmer 2017100376Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 30. nóvember 2017.
Bæjarráð vísar 1. lið til sviðsstjóra fjársýslusviðs, 2. og 7. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 3. lið til bæjarstjóra, 4. lið til fjölskyldusviðs, 6. lið til fræðsluráðs og 5. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 12:08.