Frístundaráð

18. fundur 23. nóvember 2017 kl. 12:00 - 13:25 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Jónas Björgvin Sigurbergsson fulltrúi Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.

1.Sjálfsbjörg - aðgengi fyrir fatlaða í Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug

Málsnúmer 2017110182Vakta málsnúmer

Erindi frá Sjálfsbjörg þar sem vakin er athygli á úttekt á aðgengismálum fyrir fatlaða í sundlaugum landsins. Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug voru báðar í þessari úttekt.
Frístundaráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs og óskar eftir því að brugðist verði við þeim athugasemdum sem koma fram.

2.Fimleikafélag Akureyrar

Málsnúmer 2017070048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2017 frá stjórn Fimleikafélags Akureyrar þar sem félagið óskar eftir eingreiðslu frá Akureyrarbæ til að lækka skuldir félagsins svo það verði rekstrarhæft. Erindið var sent áfram frá stjórn ÍBA.
Frístundaráð samþykkir að fela formanni ráðsins og deildarstjóra íþróttamála að eiga samtal við ÍBA og stjórn Fimleikafélagsins um lausn á rekstrarvanda félagsins.

3.Fimleikafélag Akureyrar FIMAK - Rekstrarsamningur

Málsnúmer 2017110224Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2017 frá stjórn Fimleikafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir að vinna verði hafin við nýjan samning og farið fram á hækkun rekstrarstyrks frá sveitarfélaginu.

Erindið var sent áfram frá stjórn ÍBA.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggur niðurstaða með lausn á rekstarvanda félagsins.

4.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Drög að nýjum samningi við Félag eldri borgara á Akureyri lagður fram.
Frístundaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundarmála sat fundinn undir þessum lið.

5.Fjárhagsáætlun frístundaráðs 2018

Málsnúmer 2017060007Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun frístundaráðs á milli umræðna í bæjarstjórn.
Umræður um fjárhagsáætlun.Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundarmála sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 13:25.