Frístundaráð

30. fundur 26. apríl 2018 kl. 12:00 - 15:15 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista sat fundinn í forföllum Óskars Inga Sigurðssonar.
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sat fundinn í forföllum Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur.

1.Knattspyrnufélag Akureyrar - fyrirspurn vegna reksturs og samnings

Málsnúmer 2018040229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2018 frá Hrefnu Torfadóttur formanni KA varðandi rekstur félagsins á mannvirkjum Akureyrarbæjar.

Á fundinn mættu Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA og Ingvar Már Gíslason formaður KA.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Ingibjörg Isaksen vék af fundi kl. 14:10.

2.Fimleikafélag Akureyrar

Málsnúmer 2017070048Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu samantekt Karls Guðmundssonar verkefnastjóra og Helga Bragasonar framkvæmdastjóra ÍBA á rekstrartölum FIMAK undanfarin ár.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð beinir því til bæjarráðs að brugðist verði við rekstrarerfiðleikum Fimleikafélags Akureyrar og þeim veitt aðstoð sbr. tillögu D sem kemur fram í framlagðri samantekt.

3.Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2018 frá Einari Gunnlaugssyni formanni BA þar sem félagið óskar eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu 17. júní nk.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir umsókn Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum í tilefni bílasýningar 17. júní nk. gegn því að að gervigrasið verði varið að fullu og jafnframt verði haft fullt samráð við umsjónarmann Bogans og deildarstjóra íþróttamála um framkvæmd sýningarinnar.

Frístundaráð beinir þeim tilmælum til BA að til framtíðar verði reynt að finna sýningunni annan stað.

4.Sumarstarfsemi í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2016030001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2018 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir heimild til sumaropnunar í Hlíðarfjalli, n.t.t. að hafa stólalyftuna opna föstudag til sunnudags frá og með 6. júlí og til og með 26. ágúst 2018.
Frestað til næsta fundar.

5.Skíðasamband Íslands - samningur 2018

Málsnúmer 2012100006Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram til kynningar vinnu við endurnýjun samnings við Skíðasamband Íslands.
Frestað til næsta fundar.

6.Íþróttamannvirki - endurnýjun skor- og tímaklukku

Málsnúmer 2018040263Vakta málsnúmer

Lagt fram til umræðu og afgreiðslu minnisblað deildarstjóra íþróttamála varðandi endurnýjun búnaðar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 15.000.000 úr áhalda- og búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar til að endurnýja skor- og tímaklukkur í íþróttamannvirkjum.

7.Akureyri á iði

Málsnúmer 2015040025Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála gerði grein fyrir verkefninu Akureyri á iði sem stendur yfir í maímánuði og leggur til að bæjarbúum verði boðinn frír aðgangur að sundlaugum bæjarins einu sinni í viku í maímánuði í tilefni verkefnisins.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir tillögu deildarstjóra íþróttamála og hvetur bæjarbúa til þátttöku í verkefninu Akureyri á iði.

Jafnframt samþykkir ráðið að veittur verið 15% afsláttur af árskorti í sund á meðan Akureyri á iði stendur yfir.

8.Lionsklúbburinn Hængur - samstarfssamningur vegna Hængsmóts

Málsnúmer 2018040261Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram til kynningar drög að samstarfssamningi við Lionsklúbbinn Hæng varðandi hið árlega Hængsmót í Íþróttahöllinni 2018-2020.

9.Ósk um styrk vegna ferðar ungmenna á Artic Circle í Færeyjum

Málsnúmer 2018040260Vakta málsnúmer

Erindi Ölfu Drafnar Jóhannsdóttur og Guðrúnar Þórsdóttur dagsett 13. apríl 2018 þar sem óskað er eftir stuðningi Akureyrarbæjar til að senda ungmenni á Artic Circle ráðstefnu í Færeyjum 8.- 9. maí nk.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 15:15.