Hafnarstræti 99-101 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080003

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 239. fundur - 10.08.2016

Hörður Rögnvaldsson fyrir hönd Hildu ehf., kt. 491109-0250, sendi inn fyrirspurn um innréttingu gistiheimilis á 2. hæð hússins og byggingu svala á austurhlið.

Lagðir fram minnispunktar skipulagsstjóra.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á að settar verði svalir á húsið en felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi að öðru leyti þegar það berst.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista vék af fundi kl. 10:50.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 613. fundur - 15.12.2016

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Íkaups ehf., kt. 570107-1860, Hildu ehf., kt. 491109-0250 og H hostels ehf., kt. 610916-1200, sækir um byggingarleyfi fyrir rekstri hostels í rýmum 223-3630 (H hostel) og 223-3629 (Íkaup).
Skipulagsstjóri tekur erindið ekki til afgreiðslu fyrr en skriflegar undirskriftir allra meðeigenda í húsinu liggja fyrir í samræmi við lög um fjöleignarhús 27. gr. nr. 26/1994. Undirritaðar fundargerðir duga ekki sem undirskrift. Frestað.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 616. fundur - 19.01.2017

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Íkaups ehf., Hildu ehf. og H hostels ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir rekstri hostels í rýmum 223-3630 (H hostel) og 223-3629 (Íkaup). Innkomnar nýjar teikningar 16. janúar 2017.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu eins og það liggur fyrir þar sem ekki eru uppfylltar kröfur um algilda hönnun, flóttaleiðir og glugga á útvegg gistiherbergja ásamt fjölda annarra athugasemda.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 620. fundur - 16.02.2017

Erindi dagsett 3. ágúst 2016 þar sem Birgir Birgisson fyrir hönd Hildu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð við Hafnarstræti 99-101. Sótt er um leyfi fyrir gistiheimili með svefnrýmum. Innkomnar nýjar teikningar 7. febrúar 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 622. fundur - 02.03.2017

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Íkaups ehf., Hildu ehf. og H hostels ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð í Hafnarstræti 99-101. Breytingar verða á rýmum 223-3630 og 223-3629 fyrir hostel. Innkomnar nýjar teikningar 23. febrúar 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 624. fundur - 16.03.2017

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Íkaups ehf., Hildu ehf. og H hostels ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð í Hafnarstræti 99-101. Breytingar verða á eignum 223-3630 og 223-3629 fyrir gistiskála. Innkomnar nýjar teikningar 23. febrúar og 16. mars 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið með þeim fyrirvara að þinglýst verði kvöð vegna flóttaleiða á eignirnar áður en byggingarleyfi verður gefið út.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 638. fundur - 07.07.2017

Erindi dagsett 3. júlí 2017 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Íkaups ehf., Hildu ehf. og H hostels ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af 2. hæð Hafnarstrætis 99-101. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þorgeir Jónsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 671. fundur - 22.03.2018

Erindi dagsett 28. febrúar 2018 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd H hostel ehf., kt. 610916-1200, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af 2. hæð Hafnarstrætis 99-101 samkvæmt meðfylgjandi teikningum Þorgeirs Jónssonar.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 673. fundur - 13.04.2018

Erindi dagsett 28. febrúar 2018 og endurnýjað erindi dagsett 4. apríl 2018 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd H Hostel ehf., kt. 610916-1200, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum. Um er að ræða breytingar á uppröðun húsgagna og fjölgun gistirýma auk smávægilegra breytinga á 2. hæð húss nr. 99-101 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þorgrím Jónsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.