Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

624. fundur 16. mars 2017 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill byggingarfulltrúa
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Sjávargata 4, mhl. 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020124Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Bústólpa ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir aðstöðubyggingu á lóð nr. 4 við Sjávargötu, fyrir ýmis tæknirými, þ.m.t. spennistöð Norðurorku. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar nýjar teikningar 9. mars 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

2.Daggarlundur 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017030113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Guðna Rúnars Kristinssonar og Aldísar Maríu Sigurðardóttur sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 7 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Daggarlundur 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017030112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2017 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Heiðars Heiðarssonar og Hörpu Hannesdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 5 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Vættagil 25 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílageymslu

Málsnúmer 2017020032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. febrúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Ingvars Kristinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir sérstæðri bílageymslu við hús nr. 25 við Vættagil. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 2. mars 2017 með árituðu samþykki meðeigenda lóðar og samþykki eiganda Vættagils 23.
Staðgengill byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Gránufélagsgata 45 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi til flutnings

Málsnúmer 2017010532Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Stefán Guðmundsson fyrir hönd SKG Verktaka ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi til flutnings sem verður byggt á lóðinni Gránufélagsgötu 45. Innkomnar nýjar teikningar 6. mars 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

6.Óseyri 33 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hreinsistöð

Málsnúmer 2017020126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2017 þar sem Helgi Jóhannesson fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um takmarkað byggingarleyfi til að reka niður undirstöðustaura, á lóð nr. 33 við Óseyri, sem norðurhluti byggingar fyrir hreinsistöð fráveitu mun sitja á.

Fyrir liggja teikningar af fyrirhugaðri hreinsistöð, sérteikningar af undirstöðustaurum og stauraplan, matsáætlun um umhverfismat hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri og álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir að gefa út takmarkað byggingarleyfi fyrir niðurrekstri undirstöðustauranna á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

7.Jaðarstún 5-7 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2014050118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2017 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Hölds ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir húsi nr. 5-7 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Birgi Ágústsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um byggingarleyfi - 2. hæð - gistiskáli

Málsnúmer 2016080003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2016 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Íkaups ehf., Hildu ehf. og H hostels ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð í Hafnarstræti 99-101. Breytingar verða á eignum 223-3630 og 223-3629 fyrir gistiskála. Innkomnar nýjar teikningar 23. febrúar og 16. mars 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið með þeim fyrirvara að þinglýst verði kvöð vegna flóttaleiða á eignirnar áður en byggingarleyfi verður gefið út.

Fundi slitið - kl. 14:00.