Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

620. fundur 16. febrúar 2017 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Kaupvangsstræti 23 - umsókn um uppsetningu ljósaskiltis

Málsnúmer 2017010164Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2017 þar sem Sigtryggur Gunnarsson, kt. 070893-3559, fyrir hönd Freista ehf., kt. 420915-0710, sækir um leyfi fyrir ljósaskilti fyrir ofan hurð Ölstofu Akureyrar.

Einn meðeigenda í húsi gerði athugasemd að ekki hefði legið fyrir samþykki meðeigenda í húsinu.
Byggingarfulltrúi dregur leyfi fyrir skiltinu til baka þar til samþykki meðeigenda liggur fyrir í samræmi við lög um fjöleignahús.

2.Heiðartún 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017020081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. febrúar 2017 þar sem Árveig Aradóttir, kt. 261175-4289, sækir um lóð nr. 5 við Heiðartún. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindin. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

3.Hólmatún 2 - Naustaskóli 2. áfangi

Málsnúmer 2011040011Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 1. apríl 2011 þar sem Guðríður Friðriksdóttir fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir öðrum áfanga Naustaskóla að Hólmatúni 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Björgúlfsson dagsettar 21. febrúar 2011. Innkomnar nýjar teikningar 6. febrúar 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Hrafnagilsstræti 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir inngangi í kjallara

Málsnúmer 2017020060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2017 þar sem Sólrún Smáradóttir, kt. 101069-4949, og Sigþór Sigmarsson, kt. 150771-5879, sækja um byggingarleyfi fyrir nýjum inngangi í kjallara á húsi nr. 6 við Hrafnagilsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Vættagil 25 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílageymslu

Málsnúmer 2017020032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. febrúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Ingvars Kristinssonar, kt. 061053-3959, sækir um byggingarleyfi fyrir sérstæðri bílageymslu við hús nr. 25 við Vættagil. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. ágúst 2016 þar sem Birgir Birgisson fyrir hönd Hildu ehf., kt. 491109-0250, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð við Hafnarstræti 99-101. Sótt er um leyfi fyrir gistiheimili með svefnrýmum. Innkomnar nýjar teikningar 7. febrúar 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Tungusíða 13 - fyrirspurn

Málsnúmer 2017020084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2017 þar sem Ester Guðbjörnsdóttir, kt. 160461-5009, leggur inn fyrirspurn fyrir breyttri notkun á neðri hæð á Tungusíðu 13 þar sem umsækjandi hyggst opna nuddstofu. Meðfylgjandi er teikning.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina en skila skal inn umsókn um byggingarleyfi með grunnmynd af kjallara og samþykki heilbrigðiseftirlits.

8.Munkaþverárstræti 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2016 og nýtt erindi dagsett 15. febrúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kristins Péturs Magnússonar, kt. 141157-4349, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 3 við Munkaþverárstræti. Sótt er um að breyta stiga á milli hæða, innra skipulagi á 2. hæð og viðbyggingu við norðurhlið vestan anddyris. Meðfylgjandi er teikning eftir Valþór Brynjarsson. Innkomin ný teikning 15. febrúar 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Rangárvellir 2, hús nr. 5, flóttastigi - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016070078Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku, kt. 550978-0169, sækir um flóttastiga á hús nr. 5 við Rangárvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 7. desember 2016 og brunahönnun 15. desember 2016.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:00.