Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

673. fundur 13. apríl 2018 kl. 13:00 - 14:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Kaupvangsstræti 1 - leyfi fyrir auglýsingum

Málsnúmer 2018040010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2018 þar sem Gunnar Gíslason fyrir hönd Sjálfstæðisfélags Akureyrar, kt. 630787-1819, sækir um leyfi til að setja upp auglýsingar á hús nr. 1 við Kaupvangsstræti, frá 15. apríl til 31. maí 2018. Meðfylgjandi eru myndir. Samþykki eigenda hússins barst í tölvupósti 3. apríl 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Norðurvegur 15 - stöðuleyfi fyrir 20 feta geymslugám

Málsnúmer 2018040039Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. apríl 2018 þar sem Tómas Jónsson, kt. 280459-3999, sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóð nr. 15 við Norðurveg í Hrísey. Staðsetning yrði á miðri lóð eins fjarri lóðarmörkum og hægt er.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir nánari upplýsingum um staðsetningu, tímalengd stöðuleyfis og notkun gámsins.

3.Hlíðarfjallsvegur Lnr. 215098 - Gámaþjónustan, sorpflokkunarstöð - byggingarleyfi

Málsnúmer BN100254Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. apríl 2018 þar sem Gunnar Bragason fyrir hönd Gámakó hf., kt. 560694-2619, sækir um byggingarleyfi fyrir gryfju fyrir pökkunarband og viðbyggingu fyrir vélbúnað við flokkunarstöð við Hlíðarfjallsveg, lnr. 215098. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Berg Steingrímsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Munkaþverárstræti 35 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018030261Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. mars 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Loga Más Einarssonar, kt. 210864-2969, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 35 við Munkaþverárstræti ásamt heitum potti og skjólvegg á norðurlóð. Matshlutar 01 og 02 sameinast í matshluta 01. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Tryggvabraut 18-20 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám fyrir gaskúta

Málsnúmer 2017030617Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2018 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyri hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af gasgeymslu á lóð nr. 18-20 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Halldóruhagi 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018040013Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsettum 6. apríl 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd lóðarhafa sækir um leyfi fyrir jarðvegsskiptum á lóðinni nr. 6 við Halldóruhaga samkvæmt fyrirliggjandi teikningum með umsókn um byggingarleyfi.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Hörpulundur 7 - umsókn vegna smáhýsis

Málsnúmer 2018040109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2018 þar sem Örn Arnar Óskarsson, kt. 230770-3289, leggur inn gögn vegna staðsetningar smáhýsis á lóð sinni við hús nr. 7 við Hörpulund. Meðfylgjandi er mynd og samþykki nágranna.
Byggingarfulltrúi hefur móttekið samkomulag við nágranna um uppsetningu á smáhýsi við lóðarmörk að húsi nr. 5. Smáhýsið uppfyllir skilyrði greinar 2.3.5. í byggingarreglugerð og er því ekki byggingarleyfisskylt.

8.Laufásgata 1 - riftun samkomulags um viðbyggingu Strandgötu 53

Málsnúmer 2018010046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd Óss ehf., kt. 420190-2209, vill rifta samkomulagi um að viðbygging Strandgötu 53 standi á lóð nr. 1 við Laufásgötu. Sjá meðfylgjandi mynd.
Bygging þessi var byggð af fyrrverandi eigendum hússins á lóðinni Strandgata 53 og sem þá voru einnig eigendur og lóðarhafar að Lausfásgötu 1 að hluta til. Því má telja að eigendur lóðarinnar Laufásgata 1 hafi gefið fullt samþykki sitt og heimilað að bygging þessi væri byggð inn á lóð Laufásgötu 1 þó svo að hún væri skráð með því húsi sem hún var byggð við þ.e. Strandgötu 53. Byggingarnefnd samþykkti bygginguna á bráðbirgðaleyfi árið 1967 eða fyrir 51 ári. Má því telja að hún hafi áunnið sér hefð á þeim tíma og engin sérákvæði eru um hana í samþykktu deiliskipulagi sem gerir því ráð fyrir að hún standi áfram.Byggingarfulltrúi getur ekki orðið við erindinu þar sem deiliskipulag svæðisins heimilar ekki niðurrif hússins.

9.Austurbrú 10-12 - umsókn um vinnubúðir

Málsnúmer 2017050207Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsettum 9. apríl 2018 þar sem Björn Friðþjófssons fyrir hönd Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, og Tréverks, verktaka við Austurbrú 10-12, óskar eftir að fá leyfi til að staðsetja vinnubúðir sunnan við grunn 10-12 á fyrirhugaðri götu milli húsins og hótel lóðar.

Við gerum ráð fyrir að byggingakrani og járnaborð verði milli húsa 6-8 og 10-12 og þegar bílakjallari verður kominn í 10-12 verði hann notaður sem geymsla á byggingatímanum með aðgengi fyrir lyftara.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Margrétarhagi 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018030380Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2018 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Árness ehf., kt. 680803-2770, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 9. apríl 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

11.Þórunnarstræti, dælustöð Norðurorku - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi

Málsnúmer 2018020299Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi dælustöðvar Norðurorku við Þórunnarstræti, vegna olíuknúinnar varaaflsvélar og nýja innkeyrsluhurð. Meðfylgjandi eru teikningar efir Anton Örn Brynjarsson.

Erindið var samþykkt þann 22. mars 2018 með fyrirvara um aðgerðir ef hávaði frá varaaflsvél færi yfir leyfileg mörk reglugerða.

Erindi dagsett 11. apríl 2018 frá Antoni Benjamínssyni þar sem hann fyrir hönd Norðurorku óskar eftir að þessi fyrirvari verði felldur niður.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið þar sem um er að ræða starfsemi sem ætluð er í neyð.

12.Halldóruhagi 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018040167Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsettum 6. apríl 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd lóðarhafa sækir um leyfi fyrir jarðvegsskiptum á lóðinni nr. 8 við Halldóruhaga samkvæmt fyrirliggjandi teikningum með umsókn um byggingarleyfi.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

13.Viðburðir - götu- og torgsala - 2018

Málsnúmer 2017120017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2018 þar sem Jóhanna María Elena Matthíasdóttir fyrir hönd Strútsins ehf., kt. 681015-4340, sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir matarvagn á Ráðhústorgi. Meðfylgjandi er samþykki heilbrigðiseftirlitsins.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfið með fyrirvara um aðra staðsetningu vagnsins.

14.Tryggvabraut 12 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2016010197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

15.Langholt 1 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017110110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2018 þar sem Aðalsteinn Snorrason fyrir hönd Reita-verslunar ehf., kt. 530117-0650, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 1 við Langholt.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

16.Elísabetarhagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018030428Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2018 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um leyfi til að hafa jarðvegsskipti á lóðinni nr. 2 við Elísabetarhaga samkvæmt meðfylgjandi teikningu eftir Tryggva Tryggvason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

17.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2016080003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2018 og endurnýjað erindi dagsett 4. apríl 2018 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd H Hostel ehf., kt. 610916-1200, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum. Um er að ræða breytingar á uppröðun húsgagna og fjölgun gistirýma auk smávægilegra breytinga á 2. hæð húss nr. 99-101 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þorgrím Jónsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

18.Margrétarhagi 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017120492Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. desember 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Hraunar ehf., kt. 530106-2090, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 27. mars 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:40.