Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

671. fundur 22. mars 2018 kl. 15:15 - 16:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill byggingarfulltrúa
  • Björn Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Hofsbót 4 - eign 0201 skipt í 0201 og 0203

Málsnúmer 2017070053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júlí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd ATS eigna ehf., kt. 431194-2449, og Lykileigna ehf., kt. 471105-0150, sækir um leyfi til að skipta eign 0201, í Hofsbót 4, í tvær eignir, þ.e. 0201 og 0203. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson. Innkomið samþykki annarra eigenda í húsinu. Innkomninn ný teikning 14. mars 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið. Breyttur eignaskiptasamningur fyrir húsið skal frágenginn áður en lokaúttekt verður gerð.

2.Hafnarstræti 73 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018010064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um leyfi til að setja glugga á vesturhlið, neyðarútganga á norðurhlið og gera breytingar og útbúa 16 eininga gistiheimili í húsi nr. 73 við Hafnarstræti samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónassonar. Innkomnar nýjar teikningar 21. mars 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

3.Hafnarstræti 75 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018010063Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 75 við Hafnarstræti. Sótt er um að minnka húsið í suðvesturhorni vegna nýs neyðarstiga frá aðliggjandi húsi. Innkomnar nýjar teikningar 9. mars 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

4.Melgerði 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017090084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. mars 2018 þar sem Þórir Barðdal sækir um byggingarleyfi til að endurbyggja og breyta garðskála við hús nr. 2 við Melgerði í íbúðarrými. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Emil Þór Guðmundsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Munkaþverárstræti 35 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018030261Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. mars 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Loga Más Einarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 35 við Munkaþverárstræti ásamt heitum potti og skjólvegg á norðurlóð. Matshlutar 01 og 02 sameinast í matshluta 01. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Strandgata 9, íbúð 302 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2017110423Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Stefnisson fyrir hönd Steinaskjóls ehf., kt. 590516-1550, sækir um breytta notkun á íbúð 302 í húsi nr. 9 við Strandgötu úr íbúð í atvinnuhúsnæði til gistingar. Skiplagsráð hefur tekið jákvætt í erindið. Innkomið er samþykki allra meðeigenda í húsi.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Strandgata 9, íbúð 301 - breytt skráning

Málsnúmer 2017110422Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2017 þar sem Aðalsteinn Stefnisson fyrir hönd Hjördísar ehf., kt. 611005-0910, sækir um breytta notkun á íbúð 302 í húsi nr. 9 við Strandgötu úr íbúð í atvinnuhúsnæði til gistingar. Skiplagsráð hefur tekið jákvætt í erindið. Innkomið er samþykki allra meðeigenda í húsi.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Oddeyrargata 28 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2018030007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2018 þar sem Oddur Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í Oddeyrargötu 28. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Innkomnar nýjar teikningar 20. mars 2018.

Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Eyrarlandsvegur 28 - Nemendagarðar - umsókn um leyfi til að breyta snúningshurð

Málsnúmer 2011080109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Lundar SES rekstrarfélags, kt. 630107-0160, sækir um endurnýjun byggingaleyfis til breytinga á aðalhurð Nemendagarða að Eyrarlandsvegi 28, samkvæmt áður samþykktum teikningum eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

10.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2016080003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2018 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd H hostel ehf., kt. 610916-1200, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af 2. hæð Hafnarstrætis 99-101 samkvæmt meðfylgjandi teikningum Þorgeirs Jónssonar.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Þórunnarstræti 118 - stækkun bílastæðis

Málsnúmer 2018030291Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2018 þar sem Íris Rún Gunnarsdóttir og Arnar Gauti Finnsson sækja um bílastæði og úrtak í kantstein fyrir bílastæðið við hús nr. 118 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi er teikning.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir stækkun bílastæðisins að aðkomustétt að húsi, með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

12.Margrétarhagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018020444Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 16. mars 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

13.Þórunnarstræti, dælustöð Norðurorku - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi

Málsnúmer 2018020299Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi dælustöðvar Norðurorku við Þórunnarstræti, vegna olíuknúinnar varaaflsvélar og nýja innkeyrsluhurð. Meðfylgjandi eru teikningar efir Anton Örn Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 16. mars 2018.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið með fyrirvara um aðgerðir ef hávaði frá stöðinni gagnvart nálægum húsum fer yfir leyfileg viðmiðunarmörk staðla og reglugerða.

Fundi slitið - kl. 16:30.