Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

638. fundur 07. júlí 2017 kl. 13:00 - 13:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill byggingarfulltrúa
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um breytingar 2. hæð - gistiskáli

Málsnúmer 2016080003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2017 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Íkaups ehf., Hildu ehf. og H hostels ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af 2. hæð Hafnarstrætis 99-101. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þorgeir Jónsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

2.Matthíasarhagi 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. maí 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Ingólfs Árna Björnssonar og Bryndísar Lindar Bryngeirsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 5 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 5. júlí 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

3.Hlíðargata 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017050166Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. maí 2017 þar sem Finnur Víkingsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 2 við Hlíðargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Hallgrímsson. Innkomnar nýjar teikningar 20. júní 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Matthíasarhagi 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017060016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd ÁK smíði ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 4. júlí 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Mýrarvegur, Kaupangur - stækkun matvöruverslunar til suðurs, rými 0106 og 0107

Málsnúmer 2017060221Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júní 2017 þar sem Ragnar Fr. Guðmundsson fyrir hönd Ötuls ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á rými 0106 og 0107 (matvöruverslun) í norðurenda Kaupangs, Mýrarvegi. Sótt er um stækkun til suðurs og sameiningu rýma 0106 og 0107. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Árstígur 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir spennistöð

Málsnúmer 2017040121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Norðurorku ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð á lóðinni nr. 2 við Árstíg.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:15.