Fjárhagsáætlun 2017 - íþróttaráð

Málsnúmer 2016050293

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 193. fundur - 02.06.2016

Umræður um fjárhagsáætlunarvinnu fyrir starfsárið 2017.

Íþróttaráð - 194. fundur - 11.08.2016

Umræða og vinna við fjárhagsáætlun 2017. Drög að gjaldskrá fyrir Hlíðarfjall veturinn 2016-2017 lögð fram. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð samþykkir drög að fjárhagsáætlun fyrir Hlíðarfjall veturinn 2016-2017 og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3518. fundur - 18.08.2016

4. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 11. ágúst 2016:

Umræða og vinna við fjárhagsáætlun 2017. Drög að gjaldskrá fyrir Hlíðarfjall veturinn 2016-2017 lögð fram. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð samþykkir drög að fjárhagsáætlun fyrir Hlíðarfjall veturinn 2016-2017 og vísar þeim til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framlagða gjaldskrá fyrir Hlíðarfjall fyrir veturinn 2016-2017.

Íþróttaráð - 195. fundur - 01.09.2016

Unnið að fjárhagsáætlun íþróttaráðs starfsárið 2017.

Íþróttaráð - 196. fundur - 26.09.2016

Unnið að fjárhagsáætlun íþróttaráðs fyrir starfsárið 2017.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að fjárhagsáætlun íþróttamála og gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki fyrir starfsárið 2017 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2018-2020 og vísar drögunum til bæjarráðs.



Íþróttaráð óskar eftir viðauka í fjárhagsáætlunarramma ráðsins til að geta endurnýjað snjótroðara í Hlíðarfjalli árið 2017. Íþróttaráð óskar eftir kr. 60.000.000 framlagi bæjarráðs til að geta endurnýjað búnaðinn.



Íþróttaráð óskar eftir því við stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar að á árinu 2017 verði farið í endurbætur á aðstöðu í íþróttahúsi Laugargötu og að aðstöðunni verði breytt til að mæta nýjum þörfum, að íþróttagólfinu í íþróttamiðstöð Glérárskóla verði endurnýjað, að anddyri að íþróttamiðstöð Giljaskóla verði stækkað, að lokið verði við uppsetningu á nýrri rennibraut við Sundlaug Akureyrar og að sett verði upp tjald til að tvískipta íþróttasal íþróttahúss Lundarskóla.



Íþróttaráð samþykkir endurskoðað framkvæmdayfirlit íþróttamála 2016-2021 og vísar því til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.



Íþróttaráð samþykkir tillögur að búnaðarkaupum fyrir árið 2017 í íþróttamannvirki bæjarins og vísar tillögunum til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.



Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir V-lista vék af fundi kl. 14:30.
Birna Baldursdóttir L-lista vék af fundi kl. 14:43.

Íþróttaráð - 197. fundur - 06.10.2016

Umræður og vinna við fjárhagsáætlun 2017.

Íþróttaráð - 198. fundur - 17.10.2016

Lögð fram drög að lykiltölum í starfsáætlun ráðsins.

Íþróttaráð - 201. fundur - 01.12.2016

Umræður um fjárhagsáætlun ráðsins fyrir starfsárið 2017.