Íþróttaráð

197. fundur 06. október 2016 kl. 15:00 - 17:06 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Birna Baldursdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Jónas Björgvin Sigurbergsson Æ-lista boðaði forföll og mætti Áshildur Hlín Valtýsdóttir í hans stað.
Árni Óðinsson S-lista boðaði forföll og mætti Arnar Þór Jóhannesson í hans stað.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 - Melgerðisás

Málsnúmer 2016060068Vakta málsnúmer

Tekið fyir erindi skipulagsdeildar Akureyrarbæjar dagsett 8. september 2016 þar sem óskað er eftir umsögn íþróttaráðs á skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytinga í Hlíðarhverfi.
Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytinga í Hlíðarhverfi.

íþróttaráð óskar eftir í samráði við skipulagsdeild að fundin verði framtíðarlausn fyrir kast- og æfingasvæði UFA samhliða breytingum á aðalskipulagi.

2.Kvenna-/jafnréttisstyrkir íþróttaráðs

Málsnúmer 2014040042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað framkvæmdarstjóra vegna úthlutunar kvenna-/jafnréttisstyks íþróttaráðs árið 2016.

3.AfreksþjálfunGS - óskað eftir úthlutun á æfingatímum haust/vetur 2016-2017

Málsnúmer 2016090191Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. ágúst frá Gísla Sigurðssyni þar sem óskað er eftir tímum í íþróttahúsum Akureyrarbæjar vegna AfreksþjálfunarGS. Meðfylgjandi er umsögn stjórnar ÍBA til erindisins.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

Íþróttabandalag Akureyrar sér um tímaúthlutun í íþróttamannvirkjum til aðildarfélaga sinna. Sú tímaúthlutun nær einnig til afreksþjálfunar innan íþróttafélaga.

Tímaleiga í íþróttamannvirkjum til annarra en aðildarfélaga ÍBA er skv. gjaldskrá bæjarins.4.Hnefaleikafélag Akureyrar - ósk um aðgang að NORA

Málsnúmer 2016100027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. september 2016 frá Almari Ögmundssyni formanni Hnefaleikafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir aðgang að NORA kerfinu og heimild til að taka við frístundastyrkjum Akureyarbæjar.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

5.Golfklúbbur Akureyrar - ósk um styrk vegna Íslandsmóts á Akureyri 2016

Málsnúmer 2015110149Vakta málsnúmer

Erindi frá Ágústi Jenssyni framkvæmdastjóra GA þar sem uppgjör Íslandsmótsins á Jaðri í sumar er lagt fram og óskað eftir að styrkumsókn GA vegna Íslandsmótsins til íþróttaráðs verði tekin fyrir aftur.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.Þórunn Sif Harðardóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.
Guðrún Þórsdóttir vék af fundi kl. 16:25.

6.Fjárhagsáætlun 2017 - íþróttaráð

Málsnúmer 2016050293Vakta málsnúmer

Umræður og vinna við fjárhagsáætlun 2017.

Fundi slitið - kl. 17:06.