Íþróttaráð

194. fundur 11. ágúst 2016 kl. 14:00 - 16:06 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá
Jónas Björgvin Sigurbergsson Æ-lista var fjarverandi sem og varamaður hans.

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá málið Nökkvi félag siglingarmanna á Akureyri - uppbyggingarsamnigur 2014-2018 sem verði 2. liður á dagskrá og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

Guðrún Þórsdóttir V-lista mætti til fundarins kl. 14:17.

1.Umsókn um styrk til kaupa á tímatökubúnaði

Málsnúmer 2016070084Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá stjórnum Hjólreiðafélags Akureyrar og UFA Eyrarskokks þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyarbæ til að kaupa tímatökubúnað.
Íþróttaráði líst vel á erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar íþróttaráðs 2017.

2.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. ágúst 2016 frá Rúnari Þór Björnssyni formanni Nökkva þar sem óskað er eftir heimild til að kaupa fjóra nýja tveggja manna seglbáta í ár sem voru áætlaðir til innkaupa skamkvæmt uppbyggingarsamningi árið 2018.
Íþróttaráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

3.Íþróttahús Laugargötu - breytingar á notkun aðildarfélaga ÍBA

Málsnúmer 2016080027Vakta málsnúmer

Breytingar á nýtingu og notkun Íþróttahúss Laugargötu kynntar og hugmyndir að frekari breytingum kynntar og til umræðu.
Formanni og forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram.

4.Fjárhagsáætlun 2017 - íþróttaráð

Málsnúmer 2016050293Vakta málsnúmer

Umræða og vinna við fjárhagsáætlun 2017. Drög að gjaldskrá fyrir Hlíðarfjall veturinn 2016-2017 lögð fram. Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð samþykkir drög að fjárhagsáætlun fyrir Hlíðarfjall veturinn 2016-2017 og vísar þeim til bæjarráðs.

5.Starfsáætlun íþróttaráðs 2015-2018

Málsnúmer 2014080084Vakta málsnúmer

Umræður um starfsáætlun íþróttaráðs 2015-2018 með tilliti til komandi vetrar.

Fundi slitið - kl. 16:06.