Bæjarstjórn

3415. fundur 16. maí 2017 kl. 16:00 - 17:47 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Preben Jón Pétursson
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Baldvin Valdemarsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Gránufélagsgata 35 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010514Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. maí 2017:

Erindi dagsett 25. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Kristjáns Ragnarssonar óskar eftir að fá að byggja við Gránufélagsgötu 35. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsráð samþykkti 29. mars 2017 að grenndarkynna tillögu sem er dagsett 9. mars 2017.

Tillagan var grenndarkynnt frá 30. mars með athugasemdafresti til 1. maí 2017.

Engin athugsemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Drottningarbraut - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020173Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. maí 2017:

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi þjónustustöð og breytingu á innra skipulagi. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 29. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 2. maí 2017 og unnin af Ingólfi Guðmundssyni hjá Kollgátu.

Einungis er um minniháttar breytingar að ræða er varða nýtingahlutfall og byggingareit. Þetta er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Hafnarstræti 67-69 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016020105Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. maí 2017:

Erindi dagsett 5. apríl 2017 þar sem Jón Hrafn Hlöðversson f.h. Hótels Akureyrar, kt. 640912-0220, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarstræti 67-69. Fallið er frá fyrri hugmyndum sem skipulagsnefnd heimilaði að auglýsa í samræmi við skipulagslög þann 12. desember 2016. Drög að nýrri deiliskipulagsbreytingu fylgir sem er dagsett 12. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Byggingarreitur er stækkaður, vegghæð og mænishæð hækkuð og hluti byggingar til vesturs verði með flötu þaki.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 12. apríl 2017.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ólína Freysteinsdóttir S-lista óskar bókað að hún ítreki vaxandi þörf á bílastæðum í miðbænum og þarf Akureyrarbær að leysa bílastæðamál miðbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Hafnarstræti 26 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060147Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. maí 2017:

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 26 við Hafnarstræti. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsráð frestaði erindinu 15. og 29. mars og 12. apríl 2017.

Tillagan er dagsett 26. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Núverandi hús verður rifið og byggð þrjú fjölbýlishús á lóðinni með 12 íbúðum hvert.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 26. apríl 2017.

Í gildandi deiliskipulagi Innbæjar er gerð krafa um 2 bílastæði á hverja íbúð og í miðbæ um 1 bílastæði á hverja íbúð. Skipulagsráð telur að 1 bílastæði á íbúð sé of lítið en samþykkir að þar sem uppbyggingarsvæðið er í jaðri miðbæjar að bílastæðakrafa fyrir lóðina verði 1,25 stæði á hverja íbúð. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

Málsnúmer 2015080104Vakta málsnúmer

17. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. maí 2017:

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október, 30. nóvember og 14. desember 2016. Skipulagsráð lagði til við bæjarstjórn þann 29. mars 2017 að nýjar verklagsreglur yrðu samþykktar. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til skipulagsráðs.

Endurskoðaðar verklagsreglur eru nú lagðar fyrir skipulagsráð.

Tekið hefur verið tillit til ábendinga bæjarstjórnar. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram tillögu um að verklagsreglunum yrði vísað aftur til skipulagsráðs.

Tillagan var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


6.Brothættar byggðir - staða og framtíð verkefnisins

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir umræðu um stöðu og framtíð verkefnisins Brothættar byggðir í Hrísey og Grímsey.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:


Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 2. og 11. maí 2017
Bæjarráð 4. og 11. maí 2017
Fræðsluráð 8. maí 2017
Skipulagsráð 10. maí 2017
Stjórn Akureyrarstofu 11. maí 2017
Umhverfis- og mannvirkjaráð 5. og 12. maí 2017
Velferðarráð 10. maí 2017

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 17:47.