Skipulagsnefnd

242. fundur 28. september 2016 kl. 08:00 - 10:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Tryggvi Gunnarsson
  • Viðar Valdimarsson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Vilberg Helgason
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Viðar Valdimarsson B-lista mætti í forföllum Tryggva Más Ingvarssonar.
Tryggvi Gunnarsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Tryggvi Gunnarsson, aldursforseti, setti fundinn og fól Helga Snæbjarnarsyni fundarstjórn.

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030

Málsnúmer 2015110092Vakta málsnúmer

Lögð fram til umsagnar innan bæjarkerfisins drög að greinargerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 dagsett 27. september 2016, þéttbýlisuppdráttur dagsettur 26. september 2016, heidaruppdráttur dagsettur 11. júní 2014 og uppdráttur fyrir Hrísey dagsettur í nóvember 2010.
Frestað til fundar 5. október 2016.

2.Miðbær - deiliskipulagsbreyting vegna fjölgunar lóða og breytingu á Torfunefsbryggju

Málsnúmer 2016010086Vakta málsnúmer

Tekin er til skoðunar skipulagstillaga að breytingu og fjölgun lóða á Torfunefi og í Hofsbót sem var auglýst frá 25. maí með athugasemdafrest til 6. júlí 2016. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar. Skipulagsnefnd frestaði afgeiðslu erindisins þann 14. september 2016. Skipulagsuppdráttur dagsettur 11. maí 2016 og breyttur 28. september 2016 lagður fram.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

3.Rangárvellir - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016070114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. júlí 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku, kt. 550978-0169, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir Rangárvelli. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 24. ágúst 2016 að deiliskipulagstillagan yrði grenndarkynnt. Erindið var grenndarkynnt 26. ágúst og var athugasemdafrestur til 23. september 2016.

Engin athugasemd barst.
Á grundvelli e-liðar 4. greinar samþykktar um skipulagsnefnd Akureyrar samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

4.Ægisnes 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2016 þar sem Logi Már Einarsson fyrir hönd Norðurbiks ehf., kt. 410704-2260, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ægisnes 2. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 28. september 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands.

5.Ægisnes 3 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2016 þar sem Stefán Eyfjörð Stefánsson fyrir hönd ÍGF ehf., kt. 470596-2289, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ægisnes 3.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 14. september 2016 að leggja fram breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 28. september 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Aðalstræti 19 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd HB fasteigna ehf., kt. 541015-1910, sækir um breytnigu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 19. Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Þjónustumiðstöð - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2016080043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. september 2016 þar sem Kristján Ingvarsson sendir inn erindi vegna byggingar þjónustumiðstöðvar í Naustahverfi.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

8.Heiðartún 2-12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016090006Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Björn Ómar Sigurðarson fyrir hönd T21 ehf., kt. 430615-1060, sótti um lóð nr. 2-12 við Heiðartún.

Skipulagsstjóri úthlutaði umsækjanda lóðinni á afgreiðslufundi þann 15. september síðastliðinn. Samhliða óskaði umsækjandi eftir að gera deiliskipulagsbreytingu á lóðinni og byggja þar tvö átta íbúða hús.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Hafnarstræti 69, tenging við Hótel Akureyri - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020105Vakta málsnúmer

Fyrirspurn dagsett 4. febrúar 2016 frá Haraldi Árnasyni um möguleika á að byggja hótel á lóðinni, sem mundi tengjast Hótel Akureyri á næstu lóð, Hafnarstræti 67. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjenda á fundi 22. júní 2016, að leggja fram breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu þann 14. septemer 2016.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.


10.Frostagata 6a - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016070112Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. júlí 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Vélsmiðju Steindórs ehf., kt. 690269-3769, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir Frostagötu 6a. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 24. ágúst 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 16. september 2016 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Norðurorku vegna nálægðar við lagnir.

11.Hamragerði 13 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016080108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. ágúst 2016 þar sem Bergljót Pálsdóttir sækir um stækkun á lóð nr. 13 við Hamragerði. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 14. september 2016 og óskaði eftir rökstuðningi.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið samkvæmt 1. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tryggvi Gunnarsson S-lista greiddi atkvæði á móti.

12.Hamragerði 15 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016090091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2016 þar sem Guðný Aðalsteinsdóttir sækir um lóð vestan við lóð nr. 15 við Hamragerði.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið samkvæmt 1. málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tryggvi Gunnarsson S-lista greiddi atkvæði á móti.

13.Furulundur 15 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016090085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2016 þar sem Halla Einarsdóttir sækir um lóðarstækkun á lóð númer 15 við Furulund. Meðfylgjandi er teikning og samþykki nágranna.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að byggja timburvegg út fyrir lóðarmörk í samræmi við teikningu.


14.Rangárvellir, Hólsvirkjun, Fnjóskadal - lagnaleiðir - 33 kV háspennustrengslögn

Málsnúmer 2016070095Vakta málsnúmer

Rarik ohf sendir til umsagnar hugmyndir að lagnaleiðum gegnum Akureyri vegna tengingar Hólsvirkjunar í Fnjóskadal. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 10. ágúst 2016 og óskaði eftir umsögnum frá framkvæmdadeild og umhverfisnefnd.

1) Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi 23. ágúst 2016 og mælir með því að A lagnaleiðin verði valin.

2) Framkvæmdadeild sendi svar 22. september 2016 og tekur undir álit umhverfisnefndar og mælir með lagnaleið A. Væntanlega er það minnsta raskið og hagkvæmast fyrir framkvæmdaraðilann.
Skipulagsnefnd samþykkir að lagnaleið A verði valin.

15.Heiðartún 1 - hávaðamengun

Málsnúmer 2016080116Vakta málsnúmer

Erindi frá Særúnu Emmu Stefánsdóttur þar sem hún fer fram á að mældur verði umferðarhraði á Kjarnagötunni, sett upp hraðahindrun og gangbraut yfir Kjarnagötu við Heiðartún og dregið úr hávaðamengun frá götunni. Skipulagsnefnd frestaði erindinu 14. september 2016 og óskaði eftir umsögn framkvæmdadeildar.


Erindið var tekið fyrir á deildafundi framkvæmda- og skipulagsdeildar 15. september 2016:

"Gangbrautin samkvæmt skipulagi er ekki komin, en staðsetningu hennar þarf að endurskoða vegna legu stígsins sem liggur til suðurs. Mælingar eru til frá 2009 og 2015 við skólann. Þær mælingar benda til umferðar upp á um 2.400 bíla og skipulagið gerir ráð fyrir 6.200 bílum í fullbyggðu Naustahverfi. Gert er ráð fyrir steyptum hljóðvegg á lóðamörkum samkvæmt skipulagi, en var þá gert ráð fyrir 50 km hámarkshraða. Samkvæmt skipulagi er hverfið hannað með hlykkjóttum götum sem eiga að þjóna tilgangi hraðahindrana. Framkvæmdadeild mun gera mælingu við gatnamót Heiðartúns og Kjarnagötu."


Skipulagsnefnd leggur til að gangbraut verði yfir Kjarnagötu austan Heiðartúns. Eigendum Heiðartúns 1 er heimilt að gera hljóðvegg á lóðamörkum á sinn kostnað, en leggja skal inn teikningar af veggnum hjá embættinu áður en farið er í framkvæmdir.

16.Lerkilundur 31 - kvörtun um umgengni

Málsnúmer 2016050277Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2016 þar sem Þorsteinn Gunnarsson fyrir hönd 18 íbúa í Lerki- og Grenilundi, mótmælir starfsemi við einbýlishúsið Lerkilund 31, hefur verið breytt í athafnasvæði fyrir vélaverktaka og bílum og tækjum lagt við og í nærliggjandi götur, garðskúr hefur verið byggður án leyfis á lóðamörkum að vestan og bílastæði hefur verið stækkað.
Skipulagsdeild hefur unnið í málinu og hefur garðskúr verið færður til innan lóðar þannig að reglur séu uppfylltar.

Hvað varðar starfsemi eiganda þá hefur honum verið gert ljóst að óheimilt er að geyma stórvirkar vinnuvélar inni í íbúðahverfum með vísun til Lögreglusamþykktar Akureyrar. Hvað varðar stóra bíla, kerrur og sláttutraktora þá er heimilt að vera með slík tæki innan íbúðahverfa og leggja á löglegan hátt á lóðum og götum bæjarins.

Ef bréfritarar telja að lögreglusamþykktin sé brotin hvað varðar lagningu bíla í götunni er þeim bent á að hafa samband við lögreglu.

Skipulagsnefnd bendir á að lóðarhafar mega ganga frá yfirborði lóða sinna eins og þeir vilja svo framarlega að farið sé að reglum um hæðarsetningar við lóðarmörk en beinir því til framkvæmdadeildar að lagfæra kantsteina við götuna til samræmis við stærð samþykktra bílastæða á lóðum við götuna.

17.Austurvegur 43 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016090117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. september 2016 þar sem Heiðbjört Vigfúsdóttir og Andri Gunnarsson óska eftir afstöðu Akureyrarbæjar til að úthluta þeim lóðinni nr. 41 við Austurveg í Hrísey til stækkunar á lóð þeirra nr. 43 við Austurveg. Sjá frekar í bréfi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem gert er ráð fyrir frístundahúsi í deiliskipulagi.

18.Kaupvangsstræti 10-12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016080127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2016 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á húsum nr. 10-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við teikningarnar og vísar erindinu um byggingarleyfi til afgreiðslu skipulagsstjóra.

19.Réttarhvammur 3 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2016090100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2016 þar sem Óskar Óskarsson fyrir hönd Gúmmívinnslunnar ehf., kt. 450509-1670, óskar eftir að fá stöðuleyfi fyrir 7 gáma á lóð nr. 3 við Réttarhvamm. Einnig er óskað eftir að byggja þak yfir gámana. Meðfylgjandi er mynd. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulagsstjóra og vísað til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem umfang gámanna er of mikið. Mannvirki af þessu tagi er byggingaleyfisskylt.

20.Efnisflutningur um útivistarstíg og reiðleið að Golfklúbbi Akureyrar

Málsnúmer 2016090144Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2016 þar sem Helgi Már Pálsson fyrir hönd framkvæmdadeildar óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar um afnot af göngu- og reiðleið til efnisflutninga að golfvelli. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið með þeim takmörkunum að notkun miðist við kl. 07:00 til 17:00 virka daga. Tilkynna skal hestamannafélögum fyrirhugaða notkun á reiðleið. Merkja skal vinnusvæði í samræmi við framkvæmdir.


Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

21.Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar - breyting á göngu- og reiðleið

Málsnúmer 2016010068Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2016 frá Ómari Ívarssyni, skipulagsfulltrúa Eyjafjarðarsveitar, þar sem óskað er eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar á breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025. Breytingin felst í því að legu göngu- og reiðleiða sem liggja frá Akureyri að Hrafnagilshverfi er breytt á hluta leiðarinnar. Lagt fram svar skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar við umsögn Akureyrarbæjar, dagsett 22. ágúst 2016.
Lagt fram til kynningar.

22.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 8. september 2016. Lögð var fram fundargerð 600. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 21. september 2016. Lögð var fram fundargerð 602. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.

24.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 15. september 2016. Lögð var fram fundargerð 601. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.