Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

571. fundur 21. janúar 2016 kl. 13:00 - 14:45 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Goðanes 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016010142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. janúar 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Heiðguðbyggis ehf., kt. 610711-0570, og Gersemi Þröstur, kt. 529556-0289, sækir um breytingar til bráðabirgða á rýmum 0124 og 0117. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Glerárgata 3b - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2014110070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Lava apartments ehf., kt. 410915-1460, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Glerárgötu 3b. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Óseyri 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016010110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2016 þar sem Rögnvaldur Harðarsson f.h. Friðbjörns Benediktssonar sækir um leyfi fyrir breytingum á Óseyri 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Skíðarútan - beiðni um skilti

Málsnúmer 2016010137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. janúar 2016 þar sem Jón Þór Benediktsson f.h. Skíðarútunnar ehf., kt. 650111-0440, sækir um að setja upp lítil skilti á stoppustöðum/viðkomustöðum rútunnar sem eru strætóstopp á nokkrum stöðum um bæinn. Um er að ræða snyrtileg galvanskilti með plexigler yfir, ca a4 að stærð, sem verða fjarlægð þegar skíðarútan hættir að ganga í vor.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir nánari upplýsingum um útlit og staðsetningu umbeðinna skilta.

5.Viðburðir - götu- og torgsala 2016

Málsnúmer 2015120155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. janúar 2016 þar sem Thomasz Piotr Kujawski f.h. Thomasz Piotr ehf., kt. 581113-0720, sækir um langtímaleyfi fyrir söluvagni við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er mynd og starfsleyfi heilbrigðiseftirlits og sýslumanns.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

6.Viðburðir - götu- og torgsala 2016

Málsnúmer 2015120155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. desember 2015 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson f.h. 5 jarða ehf., kt. 681015-4340, sækir um langtímaleyfi fyrir söluvagni á Ráðhústorgi.

Meðfylgjandi er starfsleyfi heilbrigðiseftirlits og mynd.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

7.Viðburðir - götu- og torgsala 2016

Málsnúmer 2015120155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. desember 2015 þar sem Guðröður Hákonarson f.h. Hildibrand slf., kt 431012-0490, sækir um leyfi fyrir söluvagni(bíl) við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er starfsleyfi heilbrigðiseftirlits.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu eins og það liggur fyrir, þar sem bifreið af þessari stærð og gerð fellur ekki vel að því umhverfi sem sótt er um staðsetningu á, sbr. 6. mg 1. gr. samþykktar Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu.

8.Brekkugata 5, Hrísey - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2015 þar sem Haukur Haraldsson f.h. Arnars Gústafssonar sækir um breytingar á húsi nr. 5 við Brekkugötu í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson. Innkomnar teikningar 20. janúar 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:45.