Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

569. fundur 07. janúar 2016 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Njarðarnes 4 - frístundahús - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2016010058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2016 þar sem Sigurgeir Svavarsson f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um stöðuleyfi fyrir frístundahúsum sem verða byggð á lóð nr. 4 við Njarðarnes.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

2.Undirhlíð 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Undirhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Kjarnalundur lnr. 150012 - byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2014120088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Kjarnalundar ehf., kt. 541114-0330, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Kjarnalundi, landnr. 150012. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Innkomnar teikningar 22. desember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Langamýri - spennistöð - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015110145Vakta málsnúmer

Erindi 20. nóvember 2015 þar sem Norðurorka hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar teikningar 23. desember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Nonnahagi 4 - spennistöð - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015110129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2015 þar sem Gunnar K. Gunnarsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð við Nonnahaga 4. Innkomnar teikningar eftir Tryggva Tryggvason þann 20. nóvember 2015. Innkomnar teikningar 23. desember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Viðburðir - götu- og torgsala 2016

Málsnúmer 2015120155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. desember 2015, þar sem Arnar Þór Þorsteinsson f.h. GA Samvirkni ehf., kt. 630608-0740, sækir um langtíma leyfi fyrir söluvagni við sundlaug Akureyrar.
Meðfylgjandi er leyfi frá Fasteignum Akureyrar og starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2016.

7.Ásvegur 21 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120212Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. desember 2015 þar sem Benedikt Viggósson kt. 230174-3859, sækir um leyfi fyrir reykröri vegna kamínu á húsi nr. 21 við Ásveg. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og teikningar.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið og bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi með tilskyldum gögnum skv. byggingarreglugerð.

8.Jaðarstún 21-23 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer 2013110275Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. desember 2015 þar sem Árveig Aradóttir, kt. 261175-4289, og Andri Þór Bjarnason, kt. 080292-3099, sækja um frest á framkvæmdaleyfi fyrir húsi nr. 21-23 við Jaðarstún.
Skipulagsstjóri samþykkir að veita framkvæmdafrest til 1. mars 2016

9.Jaðarstún 21-23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015120174Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. desember 2015 þar sem Bjarni Sigurðsson f.h. Árveigar Aradóttur, kt. 261175-4289, og Andra Þórs Bjarnasonar, kt. 080292-3099, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 21-23 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:30.