Stjórnunar- og rekstrarúttekt á starfsemi Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar og mótun úrbótaáætlunar

Málsnúmer 2014110035

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 295. fundur - 07.11.2014

Verkefnistillaga frá Capacent dagsett í október 2014 um úttekt á starfsemi Framkvæmdamiðstöðvar kynnt.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða verkefnatillögu með þeim breytingum er komu fram á fundinum og vísar málinu til bæjarráðs.

Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista yfirgaf fundinn kl. 10:45.

Bæjarráð - 3437. fundur - 13.11.2014

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 7. nóvember 2014:
Verkefnistillaga frá Capacent dagsett í október 2014 um úttekt á starfsemi Framkvæmdamiðstöðvar kynnt.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða verkefnatillögu með þeim breytingum er komu fram á fundinum og vísar málinu til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri, Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur og Dagur Fannar Dagsson formaður framkvæmdaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni framkvæmdaráðs að vinna áfram að málinu.

Framkvæmdaráð - 300. fundur - 06.02.2015

Arnar Jónsson ráðgjafi mætti á fundinn og fór yfir tillögur frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Framkvæmdaráð þakkar Arnari Jónssyni fyrir kynninguna.

Framkvæmdaráð - 303. fundur - 06.03.2015

Farið yfir tillögur frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent.
Arnar Jónsson ráðgjafi frá Capacent tók þátt í fundinum í gegnum síma.

Framkvæmdaráð - 305. fundur - 17.04.2015

Lagðar fram og farið yfir tillögur Arnars Jónssonar ráðgjafa hjá Capacent.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista vék af fundi kl. 10:55.

Framkvæmdaráð - 307. fundur - 08.05.2015

Farið yfir tillögur Arnars Jónssonar ráðgjafa hjá Capacent.
Arnar Jónsson mætti á fundinn.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Katrín Björk Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3459. fundur - 21.05.2015

2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 8. maí 2015:

Farið yfir tillögur Arnars Jónssonar ráðgjafa hjá Capacent.

Arnar Jónsson mætti á fundinn.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Katrín Björk Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til bæjarráðs.

Dagur Fannar Dagsson formaður framkvæmdaráðs og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögunum til framkvæmdaráðs til frekari vinnslu í samræmi við umræður á fundinum.

Framkvæmdaráð - 319. fundur - 20.11.2015

Fært í trúnaðarmálabók framkvæmdaráðs.