Framkvæmdaráð

300. fundur 06. febrúar 2015 kl. 10:00 - 12:18 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í forföllum Þorsteins Hlyns Jónssonar.

1.Stjórnunar- og rekstrarúttekt á starfsemi Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar og mótun úrbótaáætlunar

Málsnúmer 2014110035Vakta málsnúmer

Arnar Jónsson ráðgjafi mætti á fundinn og fór yfir tillögur frá ráðgjafafyrirtækinu Capacent. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Framkvæmdaráð þakkar Arnari Jónssyni fyrir kynninguna.

2.Slökkvilið Akureyrar

Málsnúmer 2010050026Vakta málsnúmer

Rætt um málefni Slökkviliðs Akureyrar.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri sat fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista vék af fundi kl. 11:55.

3.Naustahverfi, 6. áfangi - gatnagerð

Málsnúmer 2015020019Vakta málsnúmer

Opnuð tilboð í hönnun á Naustahverfi, 6. áfangi - gatnagerð og lagnir. Þrjú tilboð bárust í verkið.
Efla hf - kr. 30.822.087
Mannvit hf - kr. 59.770.000
Verkís hf - kr. 41.457.200

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála sátu fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við Verkfræðistofuna Eflu hf.

4.SVA - ósk um kaup á notuðum strætisvagni 2015

Málsnúmer 2015020037Vakta málsnúmer

Erindi, ódagsett, frá Stefáni Baldurssyni forstöðumanni SVA þar sem fram kemur ósk um kaup á notuðum strætisvagni.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála sátu fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir kaup á notuðum strætisvagni.

Fundi slitið - kl. 12:18.