Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014 - undirkjörstjórnir

Málsnúmer 2014010075

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3355. fundur - 06.05.2014

Lagður fram listi með nöfnum þrjátíu og sex aðalmanna og þrjátíu og sex varamanna í undirkjörstjórnir við sveitarstjórnarkosningarnar þann 31. maí nk.

Bæjarstjórn samþykkir þær tilnefningar sem fram koma á listanum með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3412. fundur - 08.05.2014

Lagt fram erindi dags. 29. apríl 2014 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 31. maí nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Gerð er tillaga um að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og að í Grímsey verði kjörstaður í Hreppshúsinu. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Þá hefur kjörstjórn ennfremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá klukkan 09:00 til 22:00 á Akureyri, Hrísey og Grímsey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.

Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar Akureyrar.

Bæjarráð - 3413. fundur - 15.05.2014

Umræður um laun vegna vinnu við kosningar.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3356. fundur - 20.05.2014

Lagt er til að bæjarlögmanni verði veitt heimild til að afgreiða athugasemdir við kjörskrá sem berast kunna og leiðrétta kjörskrá.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3357. fundur - 18.06.2014

Lögð fram greinargerð kjörstjórnar Akureyrar dags. 10. júní 2014 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí sl.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson las upp greinargerð kjörstjórnar svohljóðandi:


Akureyri, 10. júní 2014.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar
Geislagötu 9
600 Akureyri

Efni: Greinargerð kjörstjórnar vegna bæjarstjórnarkosninga 2014.

Samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 5/1998 er nýkjörinni bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hér með send greinargerð kjörstjórnarinnar á Akureyri vegna nýafstaðinna bæjarstjórnarkosninga.

Kjörstjórn kom fyrst saman miðvikudaginn 5. mars 2014 á skrifstofu formanns kjörstjórnar. Umræðuefnið var bréf er höfðu borist frá Bæjarlista Akureyrar og framboði Bjartrar framtíðar, þar sem bæði framboðin óskuðu eftir listabókstafnum A, var kjörstjórnin þar með komin formlega til starfa fyrir kosningarnar.  Alls hélt kjörstjórn 16 formlega fundi vegna kosninganna, en með bréfi þessu telst störfum kjörstjórnar hinsvegar formlega lokið.  

Úrslit kosninganna voru þau að:

B-listi Framsóknarflokksins hlaut 1225 atkvæði og tvo menn kjörna.
D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 2222 atkvæði og þrjá menn kjörna.
L-listi L-listans, lista fólksins hlaut 1818 atkvæði og tvo menn kjörna.
S-listi Samfylkingarinnar hlaut 1515  atkvæði og tvo menn kjörna.
T-listi Dögunar hlaut 121 atkvæði og engan mann kjörinn.
V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hlaut 906 atkvæði og einn mann kjörinn.
Æ-listi Bjartrar framtíðar hlaut 814 atkvæði og einn mann kjörinn.

Alls kusu á kjörstað 7898 kjósendur og utan kjörfundar kusu 1061 kjósendi, eða alls 8959 sem gerir 67,17% kjörsókn, en á kjörskrá voru á kjördag 13339 kjósendur í Akureyrarkaupstað. Auðir atkvæðaseðlar voru 297 og ógildir voru 41. 

Kjörfundur í Akureyrarkaupstað gekk vel, en kosið var á þremur stöðum í sveitarfélaginu, á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey.  Kjörfundur hófst klukkan 9:00 og lauk honum klukkan 22:00, en talningu atkvæða var lokið klukkan 01:55. 

Kjörstjórn þakkar starfsmönnum Akureyrarbæjar, undirkjörstjórnum, talningarfólki sem og öðrum þeim sem að kosningunum komu vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins og óskar að lokum nýkjörinni bæjarstjórn velfarnaðar í störfum sínum.

 F.h. kjörstjórnarinnar á Akureyri,

Helga Eymundsdóttir

Að þessu loknu bauð Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúa velkomna til starfa og gaf bæjarfulltrúa Loga Má Einarssyni orðið.

Bæjarfulltrúi Logi Már Einarsson las upp yfirlýsingu um samstarfssamning  Framsóknarflokksins, L-listans og Samfylkingarinnar um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson leyfði síðan umræður um samstarfssamninginn og tóku bæjarfulltrúarnir Gunnar Gíslason D-lista, Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista til máls.