Fjárhagsáætlun 2014 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2013060166

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 128. fundur - 19.06.2013

Bæjarráð hefur á fundi sínum 6. júní sl. gert tillögur að tekju- og fjárhagsrömmum fyrir árið 2014 og vísað til umfjöllunar í nefndum bæjarins.

Lagt fram til kynningar.

Samfélags- og mannréttindaráð - 131. fundur - 04.09.2013

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Rósenborgar fyrir árið 2014.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til bæjarráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð - 132. fundur - 18.09.2013

Unnið að fjárhagsáætlun 2014 fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð - 133. fundur - 23.09.2013

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 og vísar henni til bæjarráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð - 135. fundur - 06.11.2013

Fjárhagsáætlun fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð tekin fyrir að nýju m.t.t. hagræðingar.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 136. fundur - 20.11.2013

Fjárhagsáætlun fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð tekin fyrir að nýju m.t.t. hagræðingar.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð - 137. fundur - 27.11.2013

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:15.
Fjárhagsáætlun fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð tekin fyrir að nýju m.t.t. hagræðingar.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir hagræðingu upp á tæplega 6.000.000 kr. í starfsemi Rósenborgar. Leitast verður við að verja barna- og unglingastarf fyrir hagræðingu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 140. fundur - 29.01.2014

Guðrún Þórsdóttir V-lista vék af fundi kl. 18:30.
Unnið að útfærslu á hagræðingu í þeim málaflokkum sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð - 142. fundur - 12.03.2014

Unnið að útfærslu á hagræðingu í þeim málaflokkum sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að hagræðing í rekstri Punktsins verði kr. 2.200.000. Til þess að mæta hagræðingunni verði dregið úr launakostnaði með því að hafa Punktinn lokaðan yfir sumarmánuðina og með annarri hagræðingu í launalið. Nú þegar hefur verið hagrætt í æskulýðsstarfi.

Samfélags- og mannréttindaráð - 147. fundur - 21.05.2014

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar-apríl fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð - 149. fundur - 14.08.2014

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar-júní fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð - 150. fundur - 04.09.2014

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála kom á fundinn og fór yfir stöðu fjárhagsáætlunar Punktsins.

Samfélags- og mannréttindaráð - 156. fundur - 20.11.2014

Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir fjárhagsáætlunarvinnunni. Unnið að breytingum á áætluninni.

Framkvæmdastjóra falið að koma breytingum á framfæri við bæjarráð.