Samfélags- og mannréttindaráð

136. fundur 20. nóvember 2013 kl. 17:00 - 18:30 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alfa Aradóttir
  • Bergljót Jónasdóttir
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2013060166Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð tekin fyrir að nýju m.t.t. hagræðingar.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.

2.Tómstundastarf fullorðinna - framtíðarsýn 2013

Málsnúmer 2013080108Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt frá vinnuhópi sem falið var að skoða tómstundastarf fyrir fullorðna sem í boði er á vegum Akureyrarbæjar.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar vinnuhópnum fyrir samantektina. Ráðið óskar eftir að vinnuhópurinn taki jafnvel að sér frekari hugmyndavinnu síðar.

3.16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2013

Málsnúmer 2013110117Vakta málsnúmer

Dagana 25. nóvember til 10. desember nk. mun samfélags- og mannréttindaráð ásamt fleirum taka þátt í alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Alþjóðlegt þema átaksins er Baráttan gegn hernaðarhyggju. Yfirskrift átaksins á Akureyri er Unglingar, ofbeldi og klámvæðingin.

Samfélags- og mannréttindaráð hvetur bæjarbúa til þátttöku í átakinu.

4.Tölum saman - málþing um áfengis- og vímuvarnir

Málsnúmer 2013110118Vakta málsnúmer

Dagskrá málþingsins Tölum saman lögð fram til kynningar. Málþingið verður haldið 21. nóvember nk. og er ætlað öllum sem koma að uppeldi barna og unglinga. Haldin verða erindi tengd áfengis- og vímuefnaneyslu. Málþingið er haldið í samstarfi Akureyrarbæjar og Landsbankans.

Samfélags- og mannréttindaráð hvetur bæjarbúa til að mæta á málþingið.

Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 18:30.