Samfélags- og mannréttindaráð

149. fundur 14. ágúst 2014 kl. 14:00 - 15:06 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2014080019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar lýsing og tímaáætlun fyrir gerð fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2015.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2013060166Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar-júní fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

3.Samfélags- og mannréttindaráð - starfsemi 2014-2018

Málsnúmer 2014070062Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fundaáætlunar ráðsins.

4.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 2014080018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verði haldinn í Reykjavík 19. september nk.

5.Ungmennaráð - styrkbeiðni

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 11. ágúst 2014 frá Önnu Guðlaugu Gísladóttur og Lindu Björk Pálsdóttur f.h. ungmennaráðs Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku ráðsins í alþjóðlegri friðarráðstefnu ungmenna í Noregi nú í ágúst.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að styrkja ungmennaráð um kr. 10.000 á hvern þátttakanda.

6.Skákfélagið Hrókurinn - styrkbeiðni 2014 í þágu barna og ungmenna á Grænlandi og Íslandi

Málsnúmer 2014060106Vakta málsnúmer

Erindi dags. 11. júní 2014 frá Hrafni Jökulssyni f.h. Skákfélagsins Hróksins þar sem óskað er eftir stuðningi við starf félagsins í þágu barna og ungmenna á Grænlandi og Íslandi.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 15:06.