Samfélags- og mannréttindaráð

147. fundur 21. maí 2014 kl. 17:00 - 18:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Æskulýðs- og tómstundastarf - viðurkenningar

Málsnúmer 2012090258Vakta málsnúmer

Afhentar voru viðurkenningar samfélags- og mannréttindaráðs fyrir framúrskarandi æskulýðs- og tómstundastarf.
Eftirtalin hlutu viðurkenningar: Heiða Hlín Björnsdóttir, Hlynur Friðriksson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Hin-Hinsegin Norðurland og Kór eldri borgara.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2013060166Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar-apríl fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar ánægjulegt og árangursríkt samstarf á kjörtímabilinu og óskar starfsmönnum deildarinnar farsældar í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 18:00.