Bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur - samstarfsvettvangur

Málsnúmer 2013020193

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3335. fundur - 19.02.2013

Lögð fram fundargerð frá sameiginlegum fundi borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar dags. 8. febrúar 2013, þar sem eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:

Borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akureyrar fagna sameiginlegum fundi sem fram
fór þann 8. febrúar 2013 og sammælast um að efla samstarf sveitarfélaganna í framtíðinni.
Skipaður verði formlegur samstarfsvettvangur þeirra sem skipaður verði fjórum fulltrúum
frá hvoru sveitarfélagi.

Fram kom eftirfarandi tillaga um skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í samstarfsvettvanginum:

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar, Halla Björk Reynisdóttir formaður bæjarráðs og Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3401. fundur - 13.02.2014

Lögð fram til kynningar fundargerð frá sameiginlegum fundi borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar dags. 7. febrúar 2014, þar sem eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:
Sameiginlegur fundur borgarstjórnar Reykjavíkurborgar og bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar samþykkir að hefja undirbúning að samstarfi í velferðarmálum milli Grafarvogs og Akureyrar. Markmið samstarfsins er að Miðgarður, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, geti nýtt sér jákvæða reynslu Akureyrar, sem allt frá árinu 1997 hefur þróað samþætta velferðarþjónustu í nærsamfélagi fyrir alla bæjarbúa. Ennfremur að Akureyrarbær njóti góðs af frumkvöðlaverkefnum Miðgarðs, s.s. í forvarnamálum og sérfræðiþjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Lagt er til að tillögunni verði vísað til framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar, búsetudeildar og öldrunarheimila Akureyrar og framkvæmdastjóra Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs.
Greinargerð fylgir tillögunni.

Félagsmálaráð - 1181. fundur - 12.03.2014

Kynnt tillaga að samstarfi bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur sem samþykkt var á sameiginlegum fundi 7. febrúar 2014. Lögð fram greinargerð með tillögunni.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Bæjarráð - 3435. fundur - 30.10.2014

Skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í samstarfsnefnd vegna sameiginlegs fundar bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur.

Bæjarráð skipar Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra, Matthías Rögnvaldsson forseta bæjarstjórnar, Guðmund Baldvin Guðmundsson formann bæjarráðs og Margréti Kristínu Helgadóttur bæjarfulltrúa í samráðsnefndina.

Félagsmálaráð - 1199. fundur - 17.12.2014

Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram til kynningar áætlun um samstarf Miðgarðs í Grafarvogi og félagsþjónustunnar á Akureyri.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Bæjarráð - 3484. fundur - 26.11.2015

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. nóvember 2015 frá Sóleyju Tómasdóttur forseta borgarstjórnar Reykjavíkur. Í erindinu er lagt til að næsti sameiginlegi fundur bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar og borgarstjórnar Reykjavíkur verði haldinn í Reykjavík þann 4. mars 2016.

Bæjarráð - 3522. fundur - 15.09.2016

Lagt fram erindi dagsett 6. september 2016 frá forsætisnefnd Reykjavíkurborgar. Í erindinu er lagt til að næsti sameiginlegi fundur bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur verði haldinn í Reykjavík þann 3. mars 2017.
Bæjarráð samþykkir tillögu um sameiginlegan fund samkvæmt erindi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar.