Bæjarráð

3522. fundur 15. september 2016 kl. 08:30 - 10:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Hildur Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri ráðhúss ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Hildur Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016 - viðauki

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 1.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

2.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2016

Málsnúmer 2016040185Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til júlí 2016.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Brothættar byggðir

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur verkefnastjóra brothættra byggða er varðar stöðu verkefnisins í Grímsey.
Með samþykkt ríkisstjórnar Íslands frá 17. nóvember 2015, var ákveðið að grípa til samþættra aðgerða til að styðja við byggð í Grímsey. Einn af lykilþáttum aðgerðanna var að bæta samgöngur við eyna meðal annars með því að fjölga ferðum Sæfara auk þess sem lagt var upp með að koma á afslætti af bæði ferju- og flugfargjöldum fyrir íbúa Grímseyjar. Ekkert bólar á aðgerðum og vill bæjarráð skora á innanríkisráðherra að hrinda nú þegar í framkvæmd þeim aðgerðum sem snúa að samgöngumálum og fram kom í áðurgreindri samþykkt ríkisstjórnarinnar.

4.Bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur - samstarfsvettvangur

Málsnúmer 2013020193Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 6. september 2016 frá forsætisnefnd Reykjavíkurborgar. Í erindinu er lagt til að næsti sameiginlegi fundur bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur verði haldinn í Reykjavík þann 3. mars 2017.
Bæjarráð samþykkir tillögu um sameiginlegan fund samkvæmt erindi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar.

5.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2016/2017

Málsnúmer 2016090053Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 6. september 2016 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um umsókn um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Umsóknarfrestur er til 10. október 2016.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar.

6.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2016

Málsnúmer 2016090049Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2016 frá innanríkisráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 21. september nk. kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2016

Málsnúmer 2016010056Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 2. september 2016.

Fundi slitið - kl. 10:30.