Bygging íbúðasambýlis 2012

Málsnúmer 2011120037

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 201. fundur - 09.12.2011

Tekin fyrir beiðni frá félagsmálaráði um tilnefningu fulltrúa stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar í starfshóp til undirbúnings nýbyggingar íbúðasambýlis.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Odd Helga Halldórsson L-lista sem fulltrúa sinn í starfshópnum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 205. fundur - 30.03.2012

Lagt fram minnisblað dags. 27. mars 2012 með hugmyndum sem uppi eru varðandi húsnæði skammtímavistunar og dagþjónustu. Einnig rætt um mögulega staðsetningu 6 íbúða sambýlis.

Félagsmálaráð - 1145. fundur - 13.06.2012

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynnti stöðuna í húsnæðismálum skammtímavistunar og lengdrar viðveru fyrir 10-20 ára fötluð ungmenni. Lagt var fram minnisblað dags. 11. júní 2012.

Félagsmálaráð óskar eftir því við Fasteignir Akureyrarbæjar að húsið við Þórunnarstræti 99 verði hannað og endurbætt með starfsemi skammtímavistunar og lengdar viðveru fyrir fötluð ungmenni í huga.

Fundarliðurinn var samþykktur með fjórum atkvæðum.
Jóhann Ásmundsson V-lista sat hjá.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 213. fundur - 21.09.2012

Lögð fram til kynningar lóðarumsókn í Giljahverfi, við Borgarbraut, fyrir íbúðasambýlið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 214. fundur - 05.10.2012

Farið yfir framgang mála varðandi staðsetningu íbúðarsambýlisins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 223. fundur - 05.04.2013

Lögð fram stöðuskýrsla 1 vegna framkvæmdanna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 225. fundur - 17.05.2013

Farið yfir tilboð sem bárust í arkitektahönnun hússins.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Bjóðendur - upphæð - hlutfall af kostnaðaráætlun:
Arkitektur.is - kr. 6.980.000 - 107,4%
AVH ehf - kr. 6.750.000 - 103,8%
Kollgáta ehf - kr. 6.229.362 - 95,8%
Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar - kr. 9.998.500 - 153,8%
Kostnaðaráætlun - kr. 6.500.000 - 100%

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Kollgátu ehf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 226. fundur - 07.06.2013

Farið yfir stöðuna á hönnun íbúðanna og kynntur opinn fundur um búsetu fatlaðra ungmenna sem haldinn verður mánudaginn 10. júní nk. kl. 16:30 í bæjarstjórnarsalnum.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 228. fundur - 28.06.2013

Lagðar fram niðurstöður verðkannana um burðarþols-, lagna- og raflagnahönnun hússins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur á grundvelli tilboða þeirra.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 236. fundur - 17.01.2014

Lagður fram verksamningur við Byggingarfélagið Hyrnu ehf um framkvæmdina dags. 8. janúar 2014.

Guðni Helgason framkvæmdastjóri FA vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samninginn.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 246. fundur - 15.08.2014

Lögð fram stöðuskýrsla 2 fyrir framkvæmdina dagsett 12. ágúst 2014.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 252. fundur - 07.11.2014

Lögð fram stöðuskýrsla 3 fyrir framkvæmdina dagsett 5. nóvember 2014.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 266. fundur - 11.09.2015

Lagt fram til kynningar skilamat fyrir framkvæmdina.