Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

223. fundur 05. apríl 2013 kl. 08:15 - 10:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir
Dagskrá

1.Útboð - málun og múrviðgerðir 2013

Málsnúmer 2013030096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, var á dagskrá á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 22. mars 2013.
Farið yfir tilboðin sem bárust í utanhússmálun og múrviðgerðir á eftirtöldum eignum Fasteigna Akureyrarbæjar: Lundarskóla og Rósenborg.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við Húsprýði sf um málun á Lundarskóla og að hafna öllum tilboðum í Rósenborg.

2.KA svæði - gervigrasvöllur

Málsnúmer 2012120333Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, var áður á dagskrá á fundi stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 22. mars 2013.
Farið yfir tilboð sem bárust vegna útboðs á lóðarfrágangi fyrir gervigrasvöll á íþróttasvæði KA. Lagt fram minnisblað dags. 4. apríl 2013 um málið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Túnþökusölu Kristins ehf.

3.KA svæði - gervigrasvöllur - gervigras

Málsnúmer 2012120333Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður kaupa á gervigrasi fyrir völlinn ásamt samningnum við Metatron.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samninginn.

4.KA svæði - gervigrasvöllur - stöðuskýrsla

Málsnúmer 2012120333Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 1 vegna framkvæmdanna.

5.Þjónustukjarni Borgargili 1

Málsnúmer 2011120037Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 1 vegna framkvæmdanna.

6.Glerárgata 26 - endurbætur til að auka öryggi starfsmanna

Málsnúmer 2013010070Vakta málsnúmer

Farið yfir tilboðin sem bárust í framkvæmdirnar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda m2hús ehf.

7.Þórunnarstræti 99 - skammtímavistun fyrir fatlaða

Málsnúmer 2012090189Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 2 vegna framkvæmdanna.

8.Þórunnarstræti 99 - Húsmæðraskólinn - athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á húsnæðinu

Málsnúmer 2013030153Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tilvísun bæjarráðs frá 21. mars 2013:
Hólmsteinn Snædal Rósbergsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa til að tala máli Húsmæðraskólans við Þórunnarstræti.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar áréttar að samráð hefur verið haft við fulltrúa Minjaverndar um endurbætur á húsinu og tekið hefur verið tillit til athugasemda frá þeim. Skipulagsdeild Akureyrarbæjar sendi arkitektateikningar af húsinu til Minjaverndar til umsagnar og í framhaldinu fóru fulltrúar Fasteigna Akureyrarbæjar til fundar við fulltrúa Minjaverndar þar sem farið var yfir málið. Einnig áréttar stjórnin að húsið er ekki friðað en í samræmi við byggingarlistastefnu Akureyrarbæjar var ákveðið að halda ytra útliti hússins í sem upprunalegastri mynd.

9.Reglur FA varðandi leigu og innkaup

Málsnúmer 2013010319Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar verklagsreglur FA um innkaup á búnaði og réttindi og skyldur leigusala og leigutaka.

10.Verkfundargerðir FA 2013

Málsnúmer 2013010321Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Naustaskóli 2. áfangi: SS Byggir ehf: 37. verkfundur dags. 19. mars 2013.

Fundi slitið - kl. 10:15.