Rekstrarsamningar aðildarfélaga ÍBA - endurnýjun 2012

Málsnúmer 2011110002

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 100. fundur - 03.11.2011

Lögð fram drög að endurnýjuðum rekstrarsamningi við Skíðafélag Akureyrar.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð felur formanni íþróttaráðs ásamt Árna Óðinssyni fulltrúa S-lista og forstöðumanni Hlíðarfjalls að vinna drögin áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja endanlega útfærslu fyrir næsta fund ráðsins.

Íþróttaráð - 104. fundur - 26.01.2012

Lagður fram rekstrarsamningur við Skíðafélag Akureyrar 2012-2014 ásamt viðaukasamningi.

Íþróttaráð samþykkir framlagðan samning.

Íþróttaráð - 113. fundur - 16.08.2012

Tekin fyrir fyrirspurn í samræmi við 5. lið í fundargerð bæjarráðs 19. júlí sl.:
Ólafur Jónsson D-lista lagði fram fyrirspurn um hver staðan væri í vinnu við endurskoðun á uppbyggingarsamningi við KA og hvenær áætlað væri að hefja vinnu við gervigrasvöll á íþróttasvæði KA.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til íþróttaráðs.

Íþróttaráð upplýsir að þessi mál eru í vinnslu og verða drög að breyttum uppbyggingarsamningi kynnt í íþróttaráði í september.

Íþróttaráð - 129. fundur - 11.04.2013

Lögð fram til kynningar drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Íþróttafélagið Þór og drög að rekstrarstyrktarsamningi við Fimleikafélag Akureyrar.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að samningum við Íþróttafélagið Þór og Fimleikafélag Akureyrar og vísar samningsdrögum til bæjarráðs.

Helga Eymundsdóttir L-lista vék af fundi kl. 14:40.

Íþróttaráð - 130. fundur - 18.04.2013

Lögð fram til kynningar drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Knattspyrnufélag Akureyrar.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að samningi við Knattspyrnufélag Akureyrar og vísar samningsdrögum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3366. fundur - 02.05.2013

Tryggvi Þór Gunnarsson sat fundinn undir þessum lið.
6. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 11. apríl 2013:
Lögð fram til kynningar drög að rekstrar- og samstarfssamningi við Íþróttafélagið Þór og drög að rekstrarstyrktarsamningi við Fimleikafélag Akureyrar.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að samningum við Íþróttafélagið Þór og Fimleikafélag Akureyrar og vísar samningsdrögum til bæjarráðs.
Tryggvi Þór Gunnarsson formaður íþróttaráðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstrar- og samstarfssamningi við Íþróttafélagið Þór og fyrirliggjandi drög að rekstrarstyrktarsamningi við Fimleikafélag Akureyrar.

Bæjarráð - 3366. fundur - 02.05.2013

Tryggvi Þór Gunnarsson sat fundinn undir þessum lið.
4. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 18. apríl 2013:
Lögð fram til kynningar drög að rekstrar- og samstarfssamningi við Knattspyrnufélag Akureyrar.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að samningi við Knattspyrnufélag Akureyrar og vísar samningsdrögum til bæjarráðs.
Tryggvi Þór Gunnarsson formaður íþróttaráðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstrar- og samstarfssamningi við Knattspyrnufélag Akureyrar.

Íþróttaráð - 140. fundur - 17.10.2013

Farið yfir stöðu mála varðandi endurnýjun rekstrarsamninga við Skautafélag Akureyrar, Hestamannafélagið Létti og Golfklúbb Akureyrar.
Lagt fram til kynningar.

Íþróttaráð - 143. fundur - 05.12.2013

Erindi dags. 3. desember 2013 frá stjórn ÍBA þar sem bandalagið óskar eftir því að fulltrúar Hestamannafélagsins Léttis og ÍBA fái að mæta á fund íþróttaráðs, þar sem farið yrði yfir endurnýjun rekstrarsamnings milli Léttis og Akureyrarbæjar.
Andrea Þorvaldsdóttir formaður Léttis, Þröstur Guðjónsson formaður ÍBA, Margrét Ólafsdóttir stjórnarmaður ÍBA og Ármann Ketilsson stjórnarmaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Umræður um samningaviðræður milli Léttis og Akureyrarbæjar. Íþróttaráð þakkar fulltrúa Hestamanafélagsins Léttis og fulltrúum ÍBA fyrir komuna á fundinn

Árni Óðinsson S-lista vék af fundi kl. 15:40.

Íþróttaráð - 145. fundur - 06.02.2014

Lögð fram til kynningar drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Hestamannafélagið Létti.

Íþróttaráð samþykkir samninginn.

Íþróttaráð - 145. fundur - 06.02.2014

Lögð fram til kynningar drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Skautafélag Akureyrar.

Íþróttaráð samþykkir samninginn.

Örvar Sigurgeirsson V-lista mætti til fundar kl. 15:06.

Íþróttaráð - 146. fundur - 20.02.2014

Lögð fram til kynningar drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Golfklúbb Akureyrar.

Íþróttaráð - 146. fundur - 20.02.2014

Umræður um úthlutun vetrarkorta í Hliðarfjall skv. samningi við Skíðafélag Akureyrar.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdarstjóri samfélags- og mannréttindardeildar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð - 147. fundur - 13.03.2014

Drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Golfklúbb Akureyrar lögð fram til kynningar . Ágúst Jensson framkvæmdarstjóri GA mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Ágústi fyrir komuna.

Meirihluti íþróttaráðs samþykkir fyrirlögð drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Golfklúbb Akureyrar og felur forstöðumanni íþróttamála og formanni að klára samninginn.

Erlingur Kristjánsson B-lista samþykkir ekki drögin og óskar bókað:

60% hækkun frá fyrri samningi er óeðlilega mikil miðað við aðra samninga sem hafa verið gerðir.