Íþróttaráð

147. fundur 13. mars 2014 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Ragnheiður Jakobsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson Forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá

1.Skautafélag Akureyrar - umsókn um framkvæmdir við félagsaðstöðu í Skautahöllinni samhliða framkvæmdum við gólfplötu

Málsnúmer 2014030020Vakta málsnúmer

Erindi dags. 24. febrúar 2014 frá Sigurði S. Sigurðssyni formanni Skautafélags Akureyrar vegna framkvæmda við félagsaðstöðu í Skautahöllinni samhliða framkvæmdum við gólfplötu 2015.
Sigurður S. Sigurðsson mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Sigurði fyrir komuna.

Íþróttaráð óskar eftir því að Fasteignir Akureyrarbæjar kostnaðargreini hugmyndir Skautafélagsins við framkvæmdir í Skautahöllinni. Kostnaðargreining verður í framhaldinu lögð fyrir íþróttaráð sem tekur þá ákvörðun varðandi beiðni Skautafélagsins.

2.Rekstrarsamningar aðildarfélaga ÍBA - endurnýjun samninga fyrir árin 2012-2015

Málsnúmer 2011110002Vakta málsnúmer

Drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Golfklúbb Akureyrar lögð fram til kynningar . Ágúst Jensson framkvæmdarstjóri GA mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Ágústi fyrir komuna.

Meirihluti íþróttaráðs samþykkir fyrirlögð drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Golfklúbb Akureyrar og felur forstöðumanni íþróttamála og formanni að klára samninginn.

Erlingur Kristjánsson B-lista samþykkir ekki drögin og óskar bókað:

60% hækkun frá fyrri samningi er óeðlilega mikil miðað við aðra samninga sem hafa verið gerðir.

3.Sundlaugar Akureyrar - endurbætur og framtíðarsýn

Málsnúmer 2012020045Vakta málsnúmer

Íþróttaráð skipaði á fundi sínum 22. mars 2012 tíu manna vinnuhóp sem vinna skyldi tillögu um stefnumótun, endurbætur, viðhald og framkvæmdir í sundlaugum bæjarins á næstu árum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur ákveðið að fjölga fulltrúum í minni vinnuhópi vegna endurnýjunar rennibrautar í Sundlaug Akureyrar frá því íþróttaráð tilnefndi sinn fulltrúa í vinnuhópinn þann 20. febrúar sl. Íþróttaráð skal eiga þar tvo fulltrúa.

Íþróttaráð tilnefnir Þorvald Sigurðsson L-lista í vinnuhóp vegna endurnýjunar rennibrautar.

Fundi slitið - kl. 16:00.