Íþróttaráð

113. fundur 16. ágúst 2012 kl. 16:15 - 17:55 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun - íþróttamál 2012

Málsnúmer 2012080030Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar forsendur fjárhagsáætlunar 2013.

2.Skíðafélag Akureyrar - styrkbeiðni til framkvæmda við gönguskíðaskálann

Málsnúmer 2012070128Vakta málsnúmer

Erindi dags. 27. júlí 2012 frá Eyþóri Ólafi Bergmannssyni f.h. Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna framkvæmda við stækkun/endurnýjun á rotþró við gönguskíðaskálann í Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins. Forstöðumanni íþróttamála falið að ræða við málsaðila.

3.Fundaáætlun íþróttaráðs 2012

Málsnúmer 2012010128Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundaáætlun fram til áramóta.

Íþróttaráð samþykkir tillöguna.

4.Rekstrarsamningar aðildarfélaga ÍBA - endurnýjun 2012

Málsnúmer 2011110002Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fyrirspurn í samræmi við 5. lið í fundargerð bæjarráðs 19. júlí sl.:
Ólafur Jónsson D-lista lagði fram fyrirspurn um hver staðan væri í vinnu við endurskoðun á uppbyggingarsamningi við KA og hvenær áætlað væri að hefja vinnu við gervigrasvöll á íþróttasvæði KA.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til íþróttaráðs.

Íþróttaráð upplýsir að þessi mál eru í vinnslu og verða drög að breyttum uppbyggingarsamningi kynnt í íþróttaráði í september.

Fundi slitið - kl. 17:55.