Verkfundargerðir FA 2010

Málsnúmer 2010010174

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 171. fundur - 09.07.2010

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:
101.- 103. fundur byggingarnefndar menningarhúss dags. 18. maí, 1. júní og 15. júní 2010.
15.- 16. verkfundur útboðs 2 fyrir Íþróttamiðstöð Giljaskóla dags. 10. júní og 1. júlí 2010.
8. fundur verkefnisliðs byggingar hjúkrunarheimilis í Naustahverfi dags. 11. júní 2010.

Fundi slitið

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 172. fundur - 20.08.2010

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram til kynningar:
104. fundur byggingarnefndar menningarhúss dags. 13. júlí 2010.
1.- 4. hönnunarfundur hjúkrunarheimilis í Naustahverfi dags. 29. júní, 6., 9. og 15. júlí 2010.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 173. fundur - 03.09.2010

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram til kynningar á fundinum:
105. fundur byggingarnefndar menningarhúss dags. 17. ágúst 2010.
50.- 56. verkfundur útboðs 3 v/menningarhúss dags. 14. og 28. maí, 11. og 25. júní, 16. og 30. júlí og 20. ágúst 2010.
5. hönnunarfundur vegna hjúkrunarheimilis í Naustahverfi dags. 27. ágúst 2010.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 174. fundur - 17.09.2010

Eftirfarandi verkfundargerð lögð fram til kynningar:
57. verkfundur útboðs 3 v/menningarhúss dags. 3. september 2010.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 176. fundur - 15.10.2010

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram til kynningar:
58. verkfundur útboðs 3 v/menningarhúss dags. 8. október 2010.
6. og 7. hönnunarfundur vegna nýs hjúkrunarheimilis dags. 21. og 29. september 2010.

Sigfús Karlsson fulltrúi Framsóknarflokksins óskar bókað:

Í tilefni ákvörðunar meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar, L-listans, um breytingu á byggingarstað fyrir hjúkrunarheimili úr Naustahverfi í Vestursíðu, vill fulltrúi Framsóknarflokksins bóka eftirfarandi:

Það vekur furðu að sá hæðarmunur sem er á gólfkóta fyrirhugaðrar byggingar og kóta á Vestursíðu og stígs við lóðarmörk er um 2 metrar samkvæmt 6. lið fundargerðar byggingarnefndar hússins frá 21. september 2010.

Einnig vekur það athygli í 4. lið fundargerðar sömu nefndar frá 29. september 2010 að farið sé að ræða um að breyta hönnun hússins til að aðlaga húsið að lóðinni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 177. fundur - 29.10.2010

Eftirfarandi verkfundargerð lögð fram til kynningar:
8. hönnunarfundur vegna nýs hjúkrunarheimilis dags. 14. október 2010.

Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar bókað:

Í framhaldi af bókun við 3. lið fundargerðar stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar frá 15. október sl. varðandi breytingu á byggingarstað fyrir nýtt hjúkrunarheimili úr Naustahverfi í Vestursíðu, óska ég bókað að ég er sammála þeirri bókun.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 178. fundur - 19.11.2010

Eftirfarandi verkfundargerð lögð fram til kynningar:
9. fundur verkefnisliðs hjúkrunarheimilis dags. 16. nóvember 2010.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 180. fundur - 14.01.2011

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:
10. og 11. fundur verkefnaliðs hjúkrunarheimilis við Vestursíðu dags. 18. nóvember og 2. desember 2010.
8. hönnunarfundur vegna hjúkrunarheimilis við Vestursíðu dags. 14. desember 2010.