Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

171. fundur 09. júlí 2010 kl. 10:30 - 11:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Einar Jóhannsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Verslunarmiðstöð Sunnuhlíð 12

Málsnúmer 2010070024Vakta málsnúmer

Erindi mótt. 5. júlí 2010 frá Inga Þór Ingólfssyni f.h. SI Eignarhaldsfélags þar sem Akureyrarbæ eru boðin skipti á eignarhlut SI Eignarhaldsfélags í Sunnuhlíð 12 og fasteignum í eigu Akureyrarbæjar

Stjórnin þakkar bréfaritara sýndan áhuga en getur ekki orðið við erindinu og hafnar tilboðinu.

2.Íþróttahöll - merking gólfa KKÍ

Málsnúmer 2010070005Vakta málsnúmer

Erindi mótt. 20. apríl 2010 frá KKÍ þar sem fram kemur að Alþjóða Körfuknattleikssambandið hafi ákveðið að breyta merkingum á körfuknattleiksvöllum til að samræma þær alls staðar í heiminum.

Stjórnin felur framkvæmdastjóra Fasteigna að vinna að málinu í samvinnu við KKÍ.

3.Hjúkrunarheimili Naustahverfi

Málsnúmer 2010050065Vakta málsnúmer

Tilnefning nefndarmanns í verkefnislið hjúkrunarheimilisins.

Stjórnin tilnefnir Sigríði Maríu Hammer sem fulltrúa sinn í verkefnisliðið og óskar jafnframt eftir að félagsmálaráð tilnefni einn fulltrúa.

4.Hjúkrunarheimili Naustahverfi

Málsnúmer 2010050065Vakta málsnúmer

Lagður fram hönnunarsamningur við AVH ehf.

Stjórnin samþykkir að gengið verði til samninga við AVH ehf.

5.Hlíðarfjall - uppbygging

Málsnúmer 2010070029Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á uppbyggingu Hlíðarfjalls.

6.Íþróttamiðstöð Giljaskóla - stöðuskýrsla 5

Málsnúmer 2010070030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 5 fyrir Íþróttamiðstöð Giljaskóla.

7.Íþróttasvæði Þórs - keppnisbúnaður fyrir frjálsar íþróttir

Málsnúmer 2009050124Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða verðfyrirspurnar vegna keppnisbúnaðar fyrir frjálsar íþróttir. Sex tilboð bárust og eftir yfirferð var ákveðið að skipta kaupunum á milli Sport-tæki ehf og Á.Óskarssonar ehf.

8.Íþróttasvæði Þórs - leki í stúku

Málsnúmer 2010020102Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Verkís hf. um lekann í stúkunni.

9.Íþróttasvæði Þórs - skilamat

Málsnúmer 2010020019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skilamat fyrir Íþróttasvæði Þórs.

10.Naustaskóli - skilamat

Málsnúmer 2005120035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skilamat fyrir Naustaskóla.

11.Verkfundargerðir FA 2010

Málsnúmer 2010010174Vakta málsnúmer

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:
101.- 103. fundur byggingarnefndar menningarhúss dags. 18. maí, 1. júní og 15. júní 2010.
15.- 16. verkfundur útboðs 2 fyrir Íþróttamiðstöð Giljaskóla dags. 10. júní og 1. júlí 2010.
8. fundur verkefnisliðs byggingar hjúkrunarheimilis í Naustahverfi dags. 11. júní 2010.

Fundi slitið

Fundi slitið - kl. 11:50.