Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

177. fundur 29. október 2010 kl. 08:15 - 10:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir
  • Valþór Brynjarsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Boginn - beiðni um lagfæringar á tækjum og búnaði og á frjálsíþróttavelli

Málsnúmer 2010100103Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Þresti Guðjónssyni formanni ÍBA dags. 5. október 2010 er varðar beiðni um lagfæringar á tækjum og búnaði í Boganum og á frjálsíþróttavelli.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur starfsmönnum Fasteigna Akureyrarbæjar að ræða við bréfaritara.

2.Pálmholt - girðing við Skálagerði 5

Málsnúmer 2010090174Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðrúnar Rósu Þorsteinsdóttur og Ragnars K. Ásmundssonar dags. 20. október 2010 þess efnis að girðingaleifar sem liggja á lóðamörkum Spónsgerðis og leikskólanna Pálmholts og Flúða verði fjarlægð þar sem hún þjóni engum tilgangi og sé hættulegur farartálmi fyrir gangandi foreldra með börn á leið í leikskólann.

Frestað.

3.Menningarhús - stöðuskýrslur

Málsnúmer 2009010167Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á framkvæmdinni.

4.Akureyrarvöllur - endurbætur 2010-2012

Málsnúmer 2010070100Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 29. október 2010 um endurbætur á stúkunni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að lokið verði við hönnun á mannvirkinu og útboðsgögn.

5.Ytri-Skjaldarvík - beiðni um leigu á einbýlishúsi

Málsnúmer 2010090021Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að húsaleigusamningi við Concept ehf um tveggja hæða einbýlishúsið í Skjaldarvík.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að ljúka gerð samningsins með þeim breytingum sem ákveðnar voru á fundinum.

Njáll Trausti Friðbertsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

6.Fjárhagsáætlun 2011 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2010090169Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir árið 2011.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir árið 2011 fyrir sitt leyti og vísar henni áfram til bæjarráðs.

7.Verkfundargerðir FA 2010

Málsnúmer 2010010174Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerð lögð fram til kynningar:
8. hönnunarfundur vegna nýs hjúkrunarheimilis dags. 14. október 2010.

Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskar bókað:

Í framhaldi af bókun við 3. lið fundargerðar stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar frá 15. október sl. varðandi breytingu á byggingarstað fyrir nýtt hjúkrunarheimili úr Naustahverfi í Vestursíðu, óska ég bókað að ég er sammála þeirri bókun.

Fundi slitið - kl. 10:30.