Fimleikasamband Íslands - beiðni um afnot af íþróttahúsi Giljaskóla og um gistingu í Giljaskóla

Málsnúmer 2014040095

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 8. fundur - 05.05.2014

Erindi dags. 10. apríl 2014 frá Fimleikasambandi Íslands þar sem Fimleikasamband Íslands fer þess á leit við íþróttaráð og skólanefnd að landsliðum í hópfimleikum sé veitt heimild til æfinga í íþróttahúsi Giljaskóla og gistingar í Giljaskóla frá miðvikudeginum 30. júlí nk. til mánudagsins 4. ágúst nk., Verslunarmannahelgina 2014. Alls er um að ræða 9 æfingar í húsinu.

Skólanefnd býður landsliðið í hópfimleikum velkomið til Akureyrar og felur fræðslustjóra að verða við erindinu í samráði við skólastjóra og í samræmi við umræður á fundinum.

Íþróttaráð - 150. fundur - 08.05.2014

Erindi dags. 10. apríl 2014 frá Fimleikasambandi Íslands þar sem þess er farið á leit við íþróttaráð og skólanefnd að landsliðum í hópfimleikum sé veitt heimild til æfingar í íþróttahúsi Giljaskóla og gistingar í Giljaskóla frá miðvikudeginum 30. júlí nk. til mánudagsins 4. ágúst nk., Verslunarmannahelgina 2014. Alls er um að ræða 9 æfingar í húsinu.

Íþróttaráð fagnar heimsókn landsliða Íslands í hópfimleikum til Akureyrar um Verslunarmannahelgina 2014.

Íþróttaráð samþykkir beiðni Fimleikasambands Íslands um afnot af íþróttahúsi Giljaskóla og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna áfram að málinu með forstöðumanni íþróttamiðstöðvar Giljaskóla.