Sundlaug Akureyrar - endurbætur og framtíðarsýn

Málsnúmer 2012020045

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 105. fundur - 09.02.2012

Umræður um endurbætur á Sundlaug Akureyrar m.a. viðhald og bætta aðstöðu fyrir fatlaða og starfsfólk.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Bergur Þorri Benjamínsson varaáheyrnarfulltrúi D-lista óskar bókað: Ég fagna hugmyndum um bætta aðstöðu fyrir fatlaða í Sundlaug Akureyrar og einnig ef málið verður unnið í nánu samstarfi við samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra.

Íþróttaráð - 107. fundur - 22.03.2012

Í framhaldi af umræðum íþróttaráðs 9. febrúar sl. er lagt til að skipaður verði vinnuhópur sem falið verður að fara yfir nauðsynlegar endurbætur á Sundlaug Akureyrar og móta framtíðarsýn fyrir starfsemina.

Íþróttaráð samþykkir að skipaður verði vinnuhópur til að vinna að mótun framtíðarsýnar fyrir sundlaugar bæjarins. Nói Björnsson og Erlingur Kristjánsson verða fulltrúar íþróttaráðs. Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar og Samúel Jóhannsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva Glerárskóla og Giljaskóla starfa með hópnum. Óskað er eftir að stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefni fulltrúa í vinnuhópinn.

Dýrleif Skjóldal vék af fundi kl. 15:40.

Íþróttaráð - 143. fundur - 05.12.2013

Íþróttaráð skipaði á fundi sínum 22. mars 2012 vinnuhóp sem vinna skyldi tillögu um stefnumótun, endurbætur, viðhald og framkvæmdir í sundlaugum bæjarins á næstu árum. Greint frá stöðu verksins ásamt því sem lagður var fram listi yfir nauðsynlegar endurbætur á Sundlaug Akureyrar sem ekki geta beðið þess að stefnumótunarvinnu ljúki.

Íþróttaráð beinir þeirri ósk til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar að þau atriði sem fram koma á listanum verði nú þegar sett á viðhaldsáætlun.

Íþróttaráð - 146. fundur - 20.02.2014

Íþróttaráð skipaði á fundi sínum 22. mars 2012 tíu manna vinnuhóp sem vinna skyldi tillögu um stefnumótun, endurbætur, viðhald og framkvæmdir í sundlaugum bæjarins á næstu árum. Vinnuhópurinn hefur komið sér saman um að sex fulltrúar úr vinnuhópnum skipi minni vinnuhóp vegna endurnýjunar rennibrautar í Sundlaug Akureyrar.

Íþróttaráð tilnefnir Erling Kristjánsson í vinnuhóp vegna endurnýjunar rennibrautar í Sundlaug Akureyrar.

Íþróttaráð - 147. fundur - 13.03.2014

Íþróttaráð skipaði á fundi sínum 22. mars 2012 tíu manna vinnuhóp sem vinna skyldi tillögu um stefnumótun, endurbætur, viðhald og framkvæmdir í sundlaugum bæjarins á næstu árum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur ákveðið að fjölga fulltrúum í minni vinnuhópi vegna endurnýjunar rennibrautar í Sundlaug Akureyrar frá því íþróttaráð tilnefndi sinn fulltrúa í vinnuhópinn þann 20. febrúar sl. Íþróttaráð skal eiga þar tvo fulltrúa.

Íþróttaráð tilnefnir Þorvald Sigurðsson L-lista í vinnuhóp vegna endurnýjunar rennibrautar.

Íþróttaráð - 153. fundur - 14.08.2014

Íþróttaráð skipaði á fundi sínum 22. mars 2012 vinnuhóp sem vinna skyldi tillögu um stefnumótun, endurbætur, viðhald og framkvæmdir í sundlaugum bæjarins á næstu árum.
Íþróttaráð tilnefnir tvo nýja fulltrúa í vinnuhópinn í kjölfar breytinga í ráðinu.

Íþróttaráð tilnefnir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen, B-lista og Sigurjón Jónasson, Æ-lista í vinnuhóp um endurbætur og framtíðarsýn sundlauga Akureyrar.

Íþróttaráð - 166. fundur - 09.04.2015

Lagðar fram tillögur að breytingum á skipulagi og endurbótum á svæði Sundlaugar Akureyrar.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar breytingar á skipulagi og endurbótum á lóð Sundlaugar Akureyrar.

Frístundaráð - 75. fundur - 08.04.2020

Lagt fram til kynningar yfirlit um framkvæmdir í Sundlaug Akureyrar í kjölfar lokunar laugarinnar í samkomubanni.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.