Íþróttabandalag Akureyrar - samskipta- og samstarfssamningur Akureyrarbæjar og ÍBA

Málsnúmer 2015010126

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 162. fundur - 15.01.2015

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um vinnu við endurnýjun samskipta- og samstarfssamnings milli Akureyrarbæjar og ÍBA.

Íþróttaráð - 188. fundur - 17.03.2016

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um vinnu við endurnýjun samskipta- og samstarfssamnings milli Akureyrarbæjar og ÍBA.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála og formanni að vinna málið áfram.

Íþróttaráð - 200. fundur - 17.11.2016

Farið yfir vinnu við endurnýjun rekstrarsamnings við ÍBA.
Lagt fram til kynningar.

Frístundaráð - 6. fundur - 06.04.2017

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram til kynningar og umræðu drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Íþróttabandalag Akureyrar.
Formanni og forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram.

Frístundaráð - 15. fundur - 12.10.2017

Lögð fram drög að nýjum samningi við ÍBA.
Formanni og deildarstjóra íþróttamála falið að vinna málið áfram. Fullmótaður samningur verður lagður fyrir á næsta fundi ráðsins.

Frístundaráð - 16. fundur - 26.10.2017

Framhald frá síðasta fundi. Fullmótaður samningur lagður fram til samþykktar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti samninginn.
Frístundaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og lýsir yfir mikilli ánægju með hann.

Frístundaráð vísar samningnum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 3574. fundur - 02.11.2017

2. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 26. október 2017:

Framhald frá síðasta fundi. Fullmótaður samningur lagður fram til samþykktar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála kynnti samninginn.

Frístundaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og lýsir yfir mikilli ánægju með hann.

Frístundaráð vísar samningnum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjármálasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Frístundaráð - 75. fundur - 08.04.2020

Samkvæmt samningi ÍBA og Akureyrarbæjar er í 14. grein kveðið á um endurskoðun samningsins þar sem lagt er mat á árangur samstarfs.

Lagðar fram samantektir frá ÍBA annars vegar og deildarstjóra íþróttamála hins vegar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð leggur á það áherslu að ÍBA standi skil á gögnum árlega sbr. ákvæði þar um í 7. og 12. grein.