Glerárlaug - sumarlokun og aðstaða

Málsnúmer 2020030443

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 75. fundur - 08.04.2020

Gunnar Jakobsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann mótmælir harðlega sumarlokun Glerárlaugar. Vill einnig að það verði eitthvað gert til þess laga alla skapaða hluti þar. Talaði einnig um lyftu sem var keypt fyrir heita pottinn fyrir 2 árum sem passaði ekki en ekkert hafi gerst síðan. Spyr einnig hvort ekki sé hægt að kaupa gufubað til að setja á svæðið (tunnu).

Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 26. mars samþykkt að vísa erindinu til frístundaráðs.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fyrir ábendingarnar.

Glerárlaug verður lokað í sex vikur frá 3. júlí til 17. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks.