Fimleikafélag Akureyrar - ársreikningur 2018

Málsnúmer 2019100356

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 65. fundur - 23.10.2019

Ársreikningur FIMAK 2018 og fjárhagsáætlun ársins 2019 lögð fram til kynningar og umræðu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Frístundaráð - 66. fundur - 06.11.2019

Ársreikningur FIMAK 2018 og fjárhagsáætlun ársins 2019 lögð fram til kynningar og umræðu.

Guðmundur Karl Jónsson varamformaður FIMAK og Ólöf Línberg Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri FIMAK fóru yfir ársreikning félagsins og fjárhagslega stöðu þess.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA og Geir Aðalsteinsson formaður ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð hvetur stjórn FIMAK til að koma með hugmyndir að hagræðingu í rekstri félagsins til að mæta viðvarandi halla og með hvaða hætti félagið hyggst endurgreiða skuld þess við Akureyrarbæ.

Frístundaráð - 67. fundur - 20.11.2019

Ólöf Kristjánsdóttir framkvæmdastóri FIMAK og Inga Stella Pétursdóttir gjaldkeri FIMAK mættu á fundinn og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fulltrúum FIMAK fyrir framlögð gögn er varðar fjárhagsstöðu félagsins.

Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að gera tillögu að nýju samkomulagi er varðar endurgreiðslu á láni félagsins við Akureyrarbæ.