Jaðar - Golfklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni vegna viðhalds á klúbbhúsi

Málsnúmer 2018090129

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 38. fundur - 19.09.2018

Erindi dagsett 30. ágúst 2018 frá Steindóri Ragnarssyni framkvæmdastjóra GA þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.650.000 til viðhalds á klúbbhúsi félagsins að Jaðri.
Viðar Valdimarsson M-lista lýsti yfir vanhæfi og vék af fundi undir þessum lið.

Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar og beinir þeim tilmælum til félagsins að allar styrkbeiðnir fari framvegis í gegnum ÍBA.