Yfirlit yfir verkefni, framkvæmdir, viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar

Málsnúmer 2018090243

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 38. fundur - 19.09.2018

Lögð fram samantekt og forgangsröðun ÍBA á óskum aðildarfélaga fyrir árið 2019.
Frístundaráð óskar eftir frekari sundurliðun á verkefnalistanum miðað við umræður á fundinum.

Frístundaráð - 39. fundur - 28.09.2018

Áframhald umræðu frá síðsta fundi. Farið yfir verkefnalista frá ÍBA vegna verkefna, framkvæmda, viðhalds og endurnýjunar áhalda og búnaðar.
Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að á árinu 2019 verði eftirfarandi búnaður endurnýjaður í íþróttamannvirkjum:

1) Stiga- og tímatafla/klukka í Íþróttahúsi Lundarskóla.

2) Stiga- og tímatafla/klukka í Íþróttahúsi Síðuskóla.

3) Stiga- og tímatafla/klukka í Íþróttahúsi Glerárskóla.

4) Borð, stólar og búnaður í teríu Íþróttahallarinnar.

5) Keypt verði hjólabraut (Pumptrack) á skólalóð.Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að eignarsjóður gatna:

1) Endurnýi og kaupi nýjan umhverfisvænan snjótroðara fyrir Hlíðarfjall.

2) Fjármagni brettapark sunnan Hjallabrautar, jarðvegstilfærslur og uppbyggingu.

3) Endurnýi snjógirðingar í Hlíðarfjalli.

4) Geri áætlun um mótun hjólreiðabrauta í Hlíðarfjalli og viðhald á þeim.Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að farið verði í að:

1) Útbúa félagsaðstöðu í Skautahöllinni sbr. tillögur Skautafélags Akureyrar.

2) Keypt verði “laust" gólf til að leggja á gervigrasið í Boganum.

3) Byggð verði varanleg geymsla við austurhlið Bogans.

4) Útbúa skrifstofu- og félagsaðstöðu á 2. hæð íþróttahallarinnar (suðurenda).

5) Setja upp utanhúss körfuboltavöll við íþróttamiðstöð Glerárskóla.

6) Setja hurð út úr áhaldageymslu íþróttahallarinnar (norður).

7) Kostnaðarmeta uppbyggingu á stærri framtíðaríþróttamannvirkjum.Frístundaráð minnir á verkefni sem eru komin á spöl og skulu kláruð/ framhaldið haustið/veturinn 2018 eða árið 2019:

- 50m innisundlaug: Halda áfram undirbúningi og hefja hönnun.

- Íþróttamiðstöð Glerárskóla: Skipta um gólf í íþróttasal.

- Siglingasvæði Nökkva: Uppbygging félagsaðstöðu fyrir Nökkva.

- Sparkvellir: Endurnýjun gervigrass.

- Íþróttamiðstöð Glerárskóla: Bæta hljóðvist, yfirfara loftræstikerfi og endurnýja lýsingu í íþróttasal.Frístundaráð samþykkir framkvæmdayfirlit íþróttamála 2019 - 2022 og vísar því til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 13:25.