Umsókn um aukið framlag til ÍBA 2019

Málsnúmer 2018090242

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 38. fundur - 19.09.2018

Erindi ódagsett frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem ÍBA óskar eftir auknu framlagi frá frístundaráði fyrir rekstrarárið 2019.
Frístundaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Frístundaráð - 44. fundur - 21.11.2018

Erindi ódagsett frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem ÍBA óskar eftir auknu framlagi frá frístundaráði fyrir rekstrarárið 2019.

Erindið var áður til umræðu á fundi frístundaráðs þann 19. september sl.

Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við beiðni um aukið framlag til reksturs skrifstofu og mun framlag eingöngu hækka í samræmi við launavísitölu líkt og kemur fram í samningi.

Er varðar beiðni um aukið framlag vegna húsaleigu- og æfingastyrkja hjá 3ja aðila samþykkir frístundaráð að hækka framlagið í 5,2 milljón króna. Frístundaráð óskar eftir því við ÍBA að gerðar verði reglur um úthlutun fjármagns vegna húsaleigu hjá 3ja aðila.

Rekstrarstyrkir til aðildarfélaga verða að upphæð 7 milljónir króna.

Framlag í Afrekssjóð verður 7 milljónir króna.

Kvennastyrkir/jafnréttisstyrkir verða 2,8 milljónir króna.

Að auki samþykkir frístundaráð að setja 1,1 milljónir króna í greiningu og aðgerðaráætlun á þriggja kjarna félagastarfsemi á Akureyri.