Frístundaráð

7. fundur 27. apríl 2017 kl. 14:00 - 15:35 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Óskar Ingi Sigurðsson B-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.
Jónas Björgvin Sigurbergsson Æ-lista boðaði forföll sem og varamaður hans.

1.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2017 frá Rúnari Þór Björnssyni formanni Nökkva þar sem skorað er á frístundaráð að leita allra leiða til að finna fjármagn til að klára uppbyggingu Nökkva sem fyrst. Einnig er óskað eftir að félaginu verði veitt heimild til að kaupa nýjan björgunarbát sem var áætlaður til innkaupa samkvæmt uppbyggingarsamningi árið 2018.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri UMSA mætti á fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að kalla eftir frekari upplýsingum um málið í ljósi umræðna á fundinum.

2.Kraftlyftingafélag Akureyrar (KFA) - ósk um leiðréttingu á rekstrarstyrk 2016

Málsnúmer 2017040052Vakta málsnúmer

Erindi tölvupóstsent 6. apríl 2017 frá framkvæmdastjóra Kraftlyftingafélags Akureyrar þar sem félagið óskar eftir leiðréttingu á rekstrarstyrk fyrir árið 2016 vegna aðstöðu félagsins í Sunnuhlíð. Erindið barst einnig frístundaráði í gegnum viðtalstíma bæjarfulltrúa frá bæjarráði sem vísaði málinu áfram á fundi sínum 19. apríl 2017.
Frístundaráð getur ekki orðið við þessari beiðni þar sem þetta rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2017.

3.Bílaklúbbur Akureyrar - umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum

Málsnúmer 2013040200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2017 frá Einari Gunnlaugssyni formanni BA þar sem félagið óskar eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu 17. júní nk.
Frístundaráð samþykkir umsókn Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum í tilefni bílasýningar 17. júní nk.

Bílaklúbbur Akureyrar skal fylgja eftir verklýsingu og hafa fullt samráð við umsjónarmann Bogans.

Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að kanna með kostnað við að kaupa gólfplötur sem lagðar verða yfir gervigrasið sem lið í því að auka nýtingu hússins og meiri fjölbreytileika í starfseminni.

4.Akureyri á iði

Málsnúmer 2015040025Vakta málsnúmer

Deildarstjóri íþróttamála gerði grein fyrir verkefninu Akureyri á iði sem stendur yfir í maímánuði og lagði til að bæjarbúum verði boðinn frír aðgangur að sundlaugum bæjarins einn dag í maímánuði í tilefni verkefnisins.
Frístundaráð samþykkir að bjóða frían aðgang að sundlaugum Akureyrarbæjar einn dag í viku í tilefni af "Akureyri á iði". Deildarstjóra íþróttamála falið að vinna málið áfram með forstöðumönnum sundlauganna.

Frístundaráð hvetur bæjarbúa til þátttöku í "Akureyri á iði", "Hjólað í vinnuna" og "Hreyfiviku UMFÍ" sem fara af stað í maí nk.

5.Æfinga- og keppnisaðstaða fyrir Keiludeild Þórs

Málsnúmer 2012100003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2017 frá Valdimar Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir styrk fyrir keildudeild félagsins til að geyma keilubrautir og vélar sem verið er að fjarlægja úr núverandi aðstöðu deildarinnar.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Samfélagssvið - rekstur mannvirkja

Málsnúmer 2017040142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstaryfirlit mannvirkja/stofnana sem heyra undir frístundaráð auk yfirlits um fjárhagsstöðu stærstu íþróttafélaga.

7.Vinnureglur frístundaráðs vegna styrkja og viðurkenninga

Málsnúmer 2017040143Vakta málsnúmer

Eftir sameiningu íþróttaráðs og samfélags- og mannréttindaráðs í frístundaráð þarf að skoða með hvaða hætti frístundaráð vill úthluta styrkjum.
Frístundaráð samþykkir að fela formanni og sviðsstjóra að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum.

Fundi slitið - kl. 15:35.